fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Konfektkönnun DV: 33,5% af Nóa konfektkassa eru umbúðir – Flestir framleiðendur setja of mikið konfekt í kassann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 21. desember 2018 08:00

Ansi miklar umbúðir fylgja jólagóðgætinu. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta áthátíð ársins er við það að ganga í garð og margir gera vel við sig í mat og drykk. Þá er afar vinsælt að láta eftir sér konfekt um jólin. Því ákváðum við að vigta sex tegundir af vinsælu hátíðarkonfekti til að athuga hvort upplýsingar um þyngd væru réttar á umbúðum og hve mikið af umbúðum hver tegund ber með sér.

Í öllum tilvikum nema tveimur var meira í konfektkassanum en stóð á umbúðunum. Mest var það í Bónus konfekti og Lindu konfekti, hvort tveggja framleitt af Góu, þar sem þyngd konfekts var níu grömmum meiri en stóð á umbúðum. Í Appolo lakkrís konfekti vantaði hins vegar tvö grömm upp á en í After Eight kassa vantaði heil 11 grömm upp á. Það er rétt rúmlega ein After Eight-plata.

Það sem kemur hvað mest á óvart er hve miklar umbúðir eru utan um jólanammið. Í umbúðum stendur Appolo lakkrís konfektið sig best, en þar eru umbúðir aðeins 6% af heildarþyngdinni. Bónus konfektið kemur þar á eftir með 8,5% umbúðaþyngd af heildinni. Skúrkarnir eru konfektið frá Nóa Siríus þar sem umbúðir eru 33,5% af heildarþyngd og konfektið frá Lindu þar sem umbúðir eru 27% af heildarþyngdinni. Í tilvikum bæði After Eight og Celebrations eru umbúðir 11,9% af heildarþyngd.

Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Umbúðir utan um Appolo lakkrís eru ekki miklar í samanburði við aðrar tegundir. Mynd: DV/Hanna

Appolo lakkrís konfekt – skráð þyngd á pakka 700 g.

Kassi með öllu: 743 g
Nammið sjálft: 698 g
Umbúðir: 45 g – þar af pappír 39 g / plast 6 g

Hlutfall umbúða af heild: 6%

Góa framleiðir konfekt fyrir Bónus. Mynd: DV/Hanna

Bónus konfekt (framleitt af Góu) – skráð þyngd á pakka 400 g

Kassi með öllu: 447 g
Nammið sjálft: 409 g
Umbúðir: 38 g – þar af pappír 35 g / plast og álpappír 3 g

Hlutfall umbúða af heild: 8,5%

27% af heildarþyngd fer í umbúðir utan um Lindu konfekt. Mynd: DV/Hanna

Lindu konfekt (framleitt af Góu) – skráð þyngd á pakka 230 g

Kassi með öllu: 328 g
Nammið sjálft: 239 g
Umbúðir: 89 g – þar af pappír 82 g / plast og álpappír 7 g

Hlutfall umbúða af heild: 27%

Nói Siríus kemur illa út úr umbúðakönnuninni. Mynd: DV/Hanna

Nóa Siríus konfekt – skráð þyngd á pakka 135 g

Kassi með öllu: 215 g
Nammið sjálft: 143 g
Umbúðir 72 g – þar af pappír 62 g / plast 10 g /  undir 1 g álpappír

Hlutfall umbúða af heild: 33,5%

Umbúðaflæði hjá Celebrations. Mynd: DV/Hanna

Celebrations – skráð þyngd á pakka 186 g

Kassi með öllu: 218 g
Nammið sjálft: 192 g
Umbúðir: 26 g – þar af pappír 23 g / álpappír 3 g 

Hlutfall umbúða af heild: 11,9%

Það vantar rúma plötu í After Eight kassann. Mynd: DV/Hanna

After Eight – skráð þyngd á pakka 300 g

Kassi með öllu: 328 g
Nammið sjálft: 289 g
Umbúðir: 39 g – þar af pappi 38 g / plast 1 g

Hlutfall umbúða af heild: 11,9%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum