Stærsta áthátíð ársins er við það að ganga í garð og margir gera vel við sig í mat og drykk. Þá er afar vinsælt að láta eftir sér konfekt um jólin. Því ákváðum við að vigta sex tegundir af vinsælu hátíðarkonfekti til að athuga hvort upplýsingar um þyngd væru réttar á umbúðum og hve mikið af umbúðum hver tegund ber með sér.
Í öllum tilvikum nema tveimur var meira í konfektkassanum en stóð á umbúðunum. Mest var það í Bónus konfekti og Lindu konfekti, hvort tveggja framleitt af Góu, þar sem þyngd konfekts var níu grömmum meiri en stóð á umbúðum. Í Appolo lakkrís konfekti vantaði hins vegar tvö grömm upp á en í After Eight kassa vantaði heil 11 grömm upp á. Það er rétt rúmlega ein After Eight-plata.
Það sem kemur hvað mest á óvart er hve miklar umbúðir eru utan um jólanammið. Í umbúðum stendur Appolo lakkrís konfektið sig best, en þar eru umbúðir aðeins 6% af heildarþyngdinni. Bónus konfektið kemur þar á eftir með 8,5% umbúðaþyngd af heildinni. Skúrkarnir eru konfektið frá Nóa Siríus þar sem umbúðir eru 33,5% af heildarþyngd og konfektið frá Lindu þar sem umbúðir eru 27% af heildarþyngdinni. Í tilvikum bæði After Eight og Celebrations eru umbúðir 11,9% af heildarþyngd.
Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Kassi með öllu: 743 g
Nammið sjálft: 698 g
Umbúðir: 45 g – þar af pappír 39 g / plast 6 g
Hlutfall umbúða af heild: 6%
Kassi með öllu: 447 g
Nammið sjálft: 409 g
Umbúðir: 38 g – þar af pappír 35 g / plast og álpappír 3 g
Hlutfall umbúða af heild: 8,5%
Kassi með öllu: 328 g
Nammið sjálft: 239 g
Umbúðir: 89 g – þar af pappír 82 g / plast og álpappír 7 g
Hlutfall umbúða af heild: 27%
Kassi með öllu: 215 g
Nammið sjálft: 143 g
Umbúðir 72 g – þar af pappír 62 g / plast 10 g / undir 1 g álpappír
Hlutfall umbúða af heild: 33,5%
Kassi með öllu: 218 g
Nammið sjálft: 192 g
Umbúðir: 26 g – þar af pappír 23 g / álpappír 3 g
Hlutfall umbúða af heild: 11,9%
Kassi með öllu: 328 g
Nammið sjálft: 289 g
Umbúðir: 39 g – þar af pappi 38 g / plast 1 g
Hlutfall umbúða af heild: 11,9%