fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Vísindamenn afhjúpa James Bond: „Hann ætti að leita sér hjálpar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 15:30

Daniel Craig í hlutverki James Bond.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurr martíní sem er hristur en ekki hrærður er einkennisdrykkur eins þekktasta njósnara kvikmyndasögunnar, James Bond. Hann lætur sér ekki nægja sá kokteill, heldur hefur oft sést súpa til dæmis kampavín eða bjór á hvíta tjaldinu. Ný rannsókn sem birt er í Medical Journal of Australia sýnir í raun að James Bond sást drekka áfengi 109 sinnum í Bond-myndum á árunum 1962 til 2015.

Byssur og hnífar í rúminu

Það voru vísindamenn við háskólann í Otago á Nýja-Sjálandi sem greindi allar myndirnar til að skilja betur áfengismynstur njósnarans. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að James Bond eigi við alvarlegt drykkjuvandamál að stríða, sem hefur leitt hann til vafasamrar hegðunar undir áhrifum áfengis.

Pierce Brosnan fær sér drykk.

„Áhætturnar sem hann tekur oft er að drekka áður en hann lendir í slagsmálum, keyrir bíl (þar á meðal í kappakstri), stundar fjárhættuspil, keyrir flókin tæki, kemst í kynni við hættuleg dýr, stundar íþróttir og stundar kynlíf með óvinum, stundum með byssur eða hnífa í rúminu,“ skrifar einn vísindamannanna, Nick Wilson, í fréttatilkynningu um rannsóknina.

Hefði átt að falla í dá eða fá hjartaáfall

Vísindamennirnir segja rannsóknina hafa verið skemmtilega, en hún heitir því hnyttna nafni License to swill: James Bond‘s drinking over six decades, eða Leyfi til að sulla: Drykkja James Bond á sex áratugum. Er þetta vísan í titil frægu Bond-myndarinnar License to Kill sem frumsýnd var árið 1989.

Sean Connery með drykk.

Í rannsókninni er tekið dæmi úr Quantum of Solace, sem frumsýnd var árið 2008, þar sem James Bond fékk sér að minnsta kosti sex Vesper-drykki, sem innihalda gin, vodka og vínblöndu. Að sögn vísindamanna er þetta nóg magn til að valda dauðadái, hjartaáfalli og jafnvel dauða hjá venjulegri manneskju. Þetta atvik jafnast þó ekki á við áfengisneyslu í einni bók um Bond þar sem 007 fékk sér fimmtíu einingar af áfengi á einum degi, magn sem myndi drepa hvern sem er. Í niðurstöðum rannsóknarinnar hvetja vísindamenn njósnarann til að hugsa ráð sitt:

„Hann ætti að leita sér hjálpar og reyna að finna aðrar leiðir til að glíma við streitu í starfi.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa greint áfengisneyslu njósnarans. Í rannsókn sem var birt í British Medical Journal árið 2013 kom fram að áfengisneysla James Bond gæti valdið því að hann myndi deyja fyrir aldur fram. Þá var það dregið í efa að Bond gæti verið svo kynferðislega virkur miðað við allt áfengið sem hann drykki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa