Gamanið tekið að kárna

Áður fyrr voru falskar fréttir skemmtiefni. Hvenær þær sáust fyrst í hefðbundnum fjölmiðlum hérlendis skal ekki fullyrt en þeim sem hér skrifar birtust þær fyrst í vikublaðinu Pressunni á tíunda áratug síðustu aldar. Þar mátti jafnan finna eina blaðsíðu aftarlega í blaðinu sem kallaðist Gula Pressan, með undirtitlinum „Hafa skal það sem betur hljómar“. Þar mátti til dæmis lesa fréttir um hárígræðslu Steingríms J., að Rás 2 hefði drepið íslenska þorskstofninn úr leiðindum og að ásatrúarmenn hafi reynt að fórna veðurstofustjóra til að kalla fram sólríkara sumar. Um svipað leyti flutti hinn geðþekki en oft hárbeitti fréttamaður Haukur Hauksson ekki-fréttir fyrir landann í útvarpinu og í sjónvarpinu var það Spaugstofan sem skemmti Frónbúum með fölskum fréttum undir stjórn fréttastjórans Péturs Teitssonar. Með tilkomu alnetsins á nýrri öld tóku blaðamenn Baggalúts svo falskar fréttir í nýjar hæðir. Fréttaflutningur Baggalúts hefur hægst nokkuð hin síðari ár en ekki má gleyma því að Baggalútur afhjúpaði í vor að Hauck og Aufhauser, einn kaupenda Búnaðarbankans á sínum tíma, hafi í raun verið þýskur tölvurafpoppdúett.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.