fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Verðbólgan sem kom ekki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands hefur síður en svo reynst sannspár um þróun verðbólgunnar að undanförnu. Eftir að samið var um tugprósenta launahækkanir á vinnumarkaði síðastliðið sumar, langt umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu, brást peningastefnunefnd Seðlabankans við með því að hækka vexti í þrígang um samanlagt 1,25 prósentur til að stemma stigu við þeirri vaxandi verðbólgu sem hún taldi óumflýjanlega í kjölfarið. Verðbólgan kom hins vegar aldrei. Hún mælist nú um stundir – einu ári eftir að kjarasamningar voru samþykktir – aðeins um 1,1 prósent og útlit er fyrir að hún muni fara brátt undir eitt prósent. Hefur verðbólgan þá mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í meira en þrjátíu mánuði.

Það bíða því margir með nokkurri eftirvæntingu eftir því þegar tilkynnt verður um vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar í vikunni enda virðast öll rök hníga í þá veru að Seðlabankinn breyti um kúrs og lækki vexti. Ástæður þess að verðbólgan hefur haldist óvenju hagstæð eru vel þekktar en þar ræður mestu gengisstyrking krónunnar og lágt hrávöruverð á alþjóðamörkuðum. Samtímis óbreyttum vöxtum Seðlabankans hefur afleiðingin verið sú að raunstýrivextir bankans eru orðnir 5 prósent og hafa sjaldan verið hærri. Þessi þróun er að eiga sér stað á meðan seðlabankar í okkar helstu viðskiptalöndum eru með vexti í kringum núllið sem þýðir að vaxtamunur Íslands við útlönd er í hæstu hæðum. Afar ólíklegt verður að teljast að þörf sé á slíkum vaxtamun til að koma í veg fyrir of mikið fjármagnsútflæði samhliða því að stjórnvöld hafa núna boðað stór skref við losun hafta. Haldist þessi vaxtamunur á komandi misserum er hætt við því að afleiðingin verði óhóflegt innflæði skammtímafjármagns þar sem erlendir fjárfestar leitast eftir að hagnast á háum vöxtum á Íslandi.

Það hefur nefnilega oftar en ekki reynst Seðlabankanum erfitt að gangast við því þegar hann hefur augljóslega haft rangt fyrir sér. Og á því verður líklega engin breyting í þetta sinn.

Það er ekki aðeins hin mælda verðbólga sem hefur haldist lág heldur hafa verðbólguvæntingar, mælikvarði sem peningastefnunefndin horfir einkum til við ákvörðun vaxta, einnig þróast til betri vegar að undanförnu. Þannig eru verðbólguvæntingar til fimm ára, mælt út frá mun á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á skuldabréfamarkaði, farnar að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. Fjárfestar eru því með öðrum orðum þeirrar skoðunar að verðbólgan verði í samræmi við markmið Seðlabankans á komandi árum.

Þrátt fyrir gríðarleg gjaldeyriskaup Seðlabankans á undanförnum misserum – bankinn hefur keypt gjaldeyri fyrir 230 milljarða frá því í ársbyrjun – þá hefur gengi krónunnar styrkst umtalsvert. Þannig hefur krónan hækkað í verði um rúmlega 5 prósent frá síðustu vaxtaákvörðun bankans þann 1. júní síðastliðinn sem þýðir að verðbólguhorfur hafa því batnað enn frekar. Líkur á að krónan gefi mikið eftir þegar opnað verður fyrir heimildir Íslendinga til að fjárfesta erlendis eru hverfandi. Útlit er fyrir að Seðlabankinn muni á næstunni draga úr gjaldeyriskaupum sínum og því eru allar forsendur fyrir því að krónan muni þvert á móti halda áfram að styrkjast enn um sinn.

Þegar litið er til þessara atriða þá er ekki að undra að flestir telji sannfærandi rök standa til þess að peningastefnunefndin tilkynni um lækkun vaxta og dragi með því móti úr háum raunstýrivöxtum bankans. Fæstir greinendur á markaði eiga hins vegar von á því að það verði niðurstaðan og búast fremur við óbreyttum vöxtum. Rauði þráðurinn í yfirlýsingum nefndarinnar um langt skeið hefur verið sá að það sé aðeins tímaspursmál hvenær verðbólgan muni byrja að aukast hratt og að vextir bankans þurfi að hækka enn frekar. Þótt peningastefnunefndin komist ekki hjá því breyta núna um tón, þar sem verðbólguhorfur hafa batnað stórlega á síðustu mánuðum, þá kæmi á óvart ef hún myndi viðurkenna í einu vetfangi að hafa lagt rangt mat á aðstæður. Það hefur nefnilega oftar en ekki reynst Seðlabankanum erfitt að gangast við því þegar hann hefur augljóslega haft rangt fyrir sér. Og á því verður líklega engin breyting í þetta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar