fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Montaði sig af morðinu – Bar síðar við stundarbrjálæði

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. október 2018 21:30

Glenn Kopitske Var kannski einfaldlega óheppinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótal ástæður geta legið fyrir því að einhver ákveði að verða öðrum að bana; afbrýðisemi, fjármunir og hrein og klár sturlun, svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert af þessu átti við hjá Bandaríkjamanninum Gary Hirte, hann langaði einfaldlega að vita hvort hann kæmist upp með morð.

Þann 31. júlí, 2003, myrti Hirte, sem þá var 17 ára, 37 ára afgreiðslumann, Glenn Kopitske, í Wisconsin. Umræddur Kopitske hafði það sér til frægðar unni að hafa sjö árum áður sóst eftir embætti forseta Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa þá ekki aldur til. En það er önnur saga.

Enginn meðaljón

Gary Hirte var enginn meðaljón og árið 2002 varð hann fyrstur drengja frá bænum Weyauwega í Wisconsin til að hljóta titilinn Eagle Scout í 20 ár. Um er að ræða æðstu tignargráðu sem hægt er að ná innan skátahreyfingar drengja í Bandaríkjunum.

Gary Hirte
Virðist hafa myrt til þess eins að prófa það.

Í menntaskóla keppti Hirte í hvort tveggja fótboltaliði og glímuliði síns skóla. Gary Hirte vann skólastyrk til að nema við St. Cloud-skólann í Minnesota, þar sem hann nam refsirétt. En það er einnig önnur saga.

Gums lekur úr gati

Sem sagt, 31. júlí skaut Hirte Kopitske til bana. Hann lét líkið liggja en tók bifreið fórnarlambsins traustataki. Tveir dagar liðu áður en líkið af Glenn Kopitske fannst og slíkur var hitinn að líkið var þegar farið að rotna þegar móðir hans, Shirley, fann það.

Hún hafði ítrekað reynt að ná sambandi við hann án árangurs og því ákveðið að kanna hverju sætti.

Það var ekki fyrr en að krufningu lokinni, 5. ágúst, sem ljóst varð að dauða Kopitske hafði ekki borið að með eðlilegum hætti. Meinafræðingur tók þá eftir að eitthvert gums lak út um gat á aftanverðri höfuðkúpunni. Einnig voru stunguáverkar á bringunni en úrskurðað að þeir voru veittir að Kopitske látnum.

Montar sig af morðinu

Hver veit nema Hirte hefði komist upp með morðið ef hann, hálfum mánuði síðar, hefði látið vera að guma sig af því. Hann sagði vini sínum, Eric Wenzelow, frá morðinu og þegar Wenzelow lagði ekki trúnað á frásögnina, sýndi Hirte honum veiðihnífinn sem hann hafði stungið Kopitske með. Einnig sýndi hann Wenzelow lyklana að bifreið Kopitske. Allt þetta hafði þó ekki nokkrar afleiðingar.

Í ágúst tók Hirte upp samband við snót að nafni Olivia Thoma. Hirte sagði henni að hann hefði skotið Kopitske í hnakkann og síðan stungið hann í bak og fyrir. Það var síðan í janúar 2004 sem Olivia Thoma hafði samband við lögregluna.

Ótrúverðug frásögn

Eftir að Thoma hafði upplýst lögregluna um frásögn Hirte fékk lögreglan hana til að hringja í hann og reyna að fá hann til að játa verknaðinn. Það gekk allt eftir og lögreglan náði játningunni á upptöku.

Glenn Kopitske
Var kannski einfaldlega óheppinn.

Vindur nú sögunni fram til 30. ághúst þetta sama ár. Þá var Hirte ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Við réttarhöldin bar hann því við að hann yrði samkynhneigður þegar hann væri undir áhrifum áfengis. Þannig hefði verið ástatt fyrir honum 31. júlí, 2003, og hann hefði þá haft samræði við Kopitske. Eftir á hefði hann fyllst viðbjóði á sjálfum sér og ekki verið í andlegu jafnvægi þegar hann banaði Kopitske.

Sakhæfur og sakfelldur

Lítill trúnaður var lagður á frásögn Hirte og talið nokkuð augljóst að hann hefði, eins og áður er getið, framið morðið til þess eins að sjá hvort hann kæmist upp með það. Þann 4. febrúar, 2005, var úrskurðað að Hirte væri, og hefði verið, heill á geði og hann sakfelldur fyrir morð. Hann fékk lífstíðardóm fyrir lífið sem hann slökkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar