fbpx
Fréttir

Jo Nesbø á spítala og tónleikaferð í uppnámi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 14:03

Norski glæpasagnakóngurinn Jo Nesbø var hraðað á spítala vegan veikinda þegar hann var á tónleikaferð um Noreg en hann er einnig söngvari hljómsveitarinnar Di Derre.

„Við vonumst til þess að Jo nái fljótum bata til að tónleikaferðin geti haldið áfram. Jo varð fyrir miklum vonbrigðum með því að þurfa að fresta tónleikunum“ sagði Lisbeth Wiberg Olsen, umboðsmaður, í samtali við Telemarkavisa eftir að tónleikum hljómsveitarinnar á Skien Live hátíðinni var aflýst.

„Við biðjumst innilegrar velvirðingar, en vegna veikinda sem báru brátt að, þurfti Jo Nesbø að leggjast inn á spítala og öllum tónleikum sem skipulagðir voru um helgina hefur verið aflýst.”

Ekki er vitað hvaða veikindi krimmakóngurinn berst við en samkvæmt norska ríkisútvarpinu þá er hann á batavegi eftir að hafa fengið rétta lyfjagjöf.

Jo Nesbø er 58 ára gamall og hefur getið sér gott orð fyrir glæpsögurnar um Harry Hole og fleiri. Hann hefur einnig gefið út fjölda barnabóka, til dæmis um Doktor Proktor. Bækur hans hafa verið þýddar á fjörutíu tungumál og selst í um fjörutíu milljón eintökum. Hann hefur einnig starfað sem blaðamaður, hagfræðingur og spilaði knattspyrnu með úrvalsdeildarliðinu Molde FK á yngri árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“
Fréttir
Í gær

Verktakar ósáttir við að Prime Tours fái áfram að aka fötluðum

Verktakar ósáttir við að Prime Tours fái áfram að aka fötluðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“