fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlegt en satt – Sandskortur er yfirvofandi í heiminum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 05:34

Sandur í eyðimörk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum þykir það eflaust ótrúlegt að sandskortur sé yfirvofandi í heiminum en það er nú samt sem áður þannig að sandur er takmörkuð auðlind. Hratt hefur gengið á sand í heiminum á undanförnum áratugum enda er hann notaður í ýmislegt, allt frá raftækjum til steypu.

Eins og stjörnurnar á himninum, snjókorn og gras virðist sandur vera til í óendanlegu magni. En magnið er ekki óendanlegt og sandur verður brátt af skornum skammti. Að vissu leyti er sandur eins og olía, hann er lengi að verða til og er ekki óendanleg auðlind. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandur er bókstaflega einn af hornsteinum nútíma samfélags. Hann er mikilvægur til steypugerðar, í gler og örflögur. Þá má ekki gleyma að það skaðar vistkerfið að vinna sand.

En við getum ekki verið án sands og því er kominn tími til að hugsa betur um hvernig við notum hann. Ef við getum lært að nota sand á skynsamlegri hátt getur verið að við getum komið í veg fyrir að þetta mikilvæga hráefni hverfi algjörlega.

Sandur er mjög mismunandi þannig að segja má að sandur sé ekki bara sandur. Sandur er skilgreindur út frá stærð sandkorna og er á milli 2,00 og 0,06 mm. Mismunandi er hvaða sandtegundir henta best til einstakra hluta en mesta sandnotkunin er í steypu eða 60 til 75 prósent af heildarnotkuninni eða um 30 milljarðar tonna á ári.

Steypa samanstendur aðallega af sandi, möl, sementi og vatni. Flestar uppskriftir að steypu innihalda að notuð sé stór og gróf sandkorn. Þetta gerir að verkum að sandur eins og er í Sahara er ekki ákjósanlegur til steypugerðar því hann er of fíngerður. Besti sandurinn til steypugerðar er sandur sem er nærri ám, ströndum og á hafsbotni við strendur.

Sandvinnsla er slæm fyrir umhverfið og má í því sambandi nefna að í Indónesíu hefur svo mikill sandur verið unninn á undanförnum árum að minnst 24 eyjar hafa horfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar