fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tveir af hverjum fimm Bretum telja að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 22:00

Frá Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar YouGov telja rúmlega 20 prósent Breta að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot. Rúmlega þriðjungur svarenda telur að íslamstrú ógni breskum lífsstíl. Könnunin var gerð fyrir samtökin Hope Not Hate sem vinna gegn fasisma. Nick Lowles, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að niðurstaða könnunarinnar sýni að það sé greinilega verk að vinna.

Samkvæmt könnuninni telja 51 prósent Breta að aukið álag sé á mennta- og heilbrigðiskerfið vegna straums innflytjenda til landsins. The Guardian segir að könnunin hafi einnig leitt í ljós að margir telji að hliðarsamfélög þrífist við hlið hefðbundins bresks samfélags.

En það eru einnig jákvæðar niðurstöður úr könnuninni að mati Lowles þar sem hún sýnir að tæplega helmingur Breta telji Bretland vera vel heppnað fjölmenningarsamfélag. Lowles segir að á heildina litið hafi fjölmenningarstefnan heppnast misjafnlega í Bretlandi, hún hafi heppnast betur á sumum svæðum en öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“