fbpx
Fréttir

Hneyksli í tölvuleikjaheiminum – Goðsögnin svipt öllum titlum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 21:00

Billy Mitchell

Þau eru víða hneykslismálin og eitt slíkt hefur undanfarið verið í hámæli í tölvuleikjaheiminum. Billy Mitchell, ein þekktasta goðsögnin í tölvuleikjaheiminum á undanförnum áratugum, hefur verið sviptur heimsmetinu í hinum gamalkunna tölvuleik Donkey Kong. Árum saman hefur verið uppi orðrómur um að Mitchell hafi haft rangt við þegar hann setti heimsmetið en ekkert var að gert í málinu. En nýlega tók það nýja stefnu og Mitchell var sviptur titlinum.

Jeremy „Xelnia“ Young birti myndband á YouTube þar sem hann fór nákvæmlega ofan í saumana á metum Mitchell og af hverju þau væru vafasöm. Þetta vakti mikil viðbrögð netnotenda og neyddist Twin Galaxies, sem skráir heimsmetin, til að gera eitthvað í málinu og svipta Mitchell heimsmetinu.

Í umfjöllun Newsweek segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að efasemdir séu uppi um heimsmet Mitchell en hann hafði margbætt metin og var fyrsti leikmaðurinn sem náði meira en milljón stigum í leiknum. Meðal þess sem vakti grunsemdir var að aldrei var fulltrúi Twin Galaxies viðstaddur þegar metin voru sett og þau voru sett í hermum en ekki í spilakössum. Leikir sem eru spilaðir í hermum virka öðruvísi en þegar þeir eru spilaðir í spilakössum. Twin Galaxies hefur af þeim sökum bannað alla notkun MAME, sem er hugbúnaður fyrir herma.

Helsti keppinautur Mitchell um heimsmetið, Steve Wiebe, er nú skráður sem sá sem tókst fyrst að fá meira en milljón stig í leiknum.

Núverandi heimsmethafi er Robbie Lakeman en hann náði 1.247.700 stigum í leiknum í byrjun febrúar á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans

Mikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hraðlyginn ökumaður – Maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Hraðlyginn ökumaður – Maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Goldfinger skellir í lás

Goldfinger skellir í lás
Fréttir
Í gær

Kjartan áfrýjar fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir að nauðga tveimur dætrum sínum

Kjartan áfrýjar fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir að nauðga tveimur dætrum sínum
Fréttir
Í gær

Ásthildur er reið og vill fara í fangelsi – „Hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“

Ásthildur er reið og vill fara í fangelsi – „Hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“
Fréttir
Í gær

Áslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona””

Áslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona””
Fréttir
Fyrir 2 dögum

105 ára kona deilir leyndarmálinu sínu að baki langlífinu

105 ára kona deilir leyndarmálinu sínu að baki langlífinu