fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
FréttirPressan

Eru ísjakar svarið við vatnsskortinum í Höfðaborg?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 17:00

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða vatnsmála í Höfðaborg í Suður-Afríku er grafalvarleg og allt stefnir í að þessi stórborg, þar sem um 4 milljónir manna búa, verði vatnslaus með öllu á næsta ári. Vatn er nú skammtað í borginni og má hver borgarbúi nota 50 lítra af vatni á dag. Vatnsból borgarinnar eru nær tóm og ef ekki kemur til mikilla rigninga tæmast þau á næstu mánuðum. En getur hugsast að hægt sé að leysa málið með því að flytja ísjaka til borgarinnar?

Þessari hugmynd hefur Nicholas Sloane varpað fram en CNN fjallaði nýlega um málið. Þar kemur fram að Sloane telji vænlegan kost að sækja ísjaka, sem hefur brotnað frá Suðurskautinu, og draga til Höfðaborgar þar sem hann myndi bráðna og veita borgarbúum aðgang að drykkjarvatni.

Um 2.000 milljarðar tonna af ís losna frá Suðurskautslandinu árlega og stórir borgarísjakar reka um höfin. Sloane segir að einn borgarísjaki, sem vegur um 70.000 tonn, dugi til að sjá Höfðaborg fyrir tæplega 150 milljónum lítra af vatni á dag í heilt ár. Þetta myndi anna um þriðjungi vatnsþarfar borgarbúa, meira en reiknað er með í öðrum neyðaráætlunum vegna vatnsskortsins.

En það er hægara sagt en gert að sækja eitt stykki borgarísjaka og flytja til Höfðaborgar. Ísjakinn væri líklega um einn kílómetri að lengd og það þarf að vefja hann inn í eitthvað til að koma í veg fyrir að hann bráðni mikið á þeim þremur mánuðum sem tekur að flytja hann til Höfðaborgar. Talið er að um 30 prósent af ísjakanum myndu bráðna áður en hann kemur á áfangastað.

Hugmyndir Sloane ganga út á að ná vatni úr ísjakanum á svipaðan hátt og olía er unnin af hafsbotni með olíuborpöllum því ekki verður hægt að koma honum í land vegna stærðar hans og hversu djúpt hann ristir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir