fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FréttirPressan

Mun loftsteinn gera út af við lífið á jörðinni?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. apríl 2018 18:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsendaspár eru nær daglegar og útilokað að henda reiður á þeim öllum eða gefa sér tíma til að óttast yfirvofandi heimsendi. Hinir ýmsu spámenn geta látið allt flakka á netinu og samsæriskenningasmiðir fara oft mikinn þar. En eitt er víst og það er að fjöldi loftsteina er á ferð um sólkerfið okkar. En mun loftsteinn lenda í árekstri við jörðina og gera út af við allt líf?

Bandaríska geimferðastofnunin NASA fylgist vel með sólkerfinu og því sem þar er á ferðinni og þar á meðal loftsteinum. NASA er með sérstakt eftirlit með loftsteinum og halastjörnum og flokkar eftir hvort einhverjar líkur séu á að til árekstrar komi við jörðina.

Near-Earth Object Wide-field Infrared Survey Explorer (NEOWISE) gervihnötturinn er á braut um jörðina til að finna loftsteina og halastjörnur. Hann hefur nú fundið 788 loftsteina sem koma nærri jörðinni og 136 halastjörnur. Af þessum hafa 10 verið settir í flokk sem „hugsanlega hættulegir“ sem þýðir einfaldlega að jörðinni getur stafað ógn af þeim.

NEOWISE hefur í heildina fundið 29.375 loftsteina og halastjörnur á fjórum árum en það er aðeins lítill hluti þeirra sem kemur nærri jörðinni.

Hjá NASA telja vísindamenn ekki miklar líkur á að loftsteinn eða halastjarna muni gera út af við okkur á næstu árum. Mestu líkurnar eru á að lofsteinn, sem er nefndur Bennu, lendi í árekstri við jörðina einhvern tímann frá 2175 til 2199 en líkurnar á því eru taldar 1 á móti 24.000.

En síðan getur það auðvitað gerst að lofsteinn birtist algjörlega að óvörum og lendi í árekstri við heimkynni okkar. Fyrr í mánuðinum fór stór loftsteinn, um 100 metrar í þvermál, mjög nærri jörðinni. Vísindamenn sáu ekki til ferða hans fyrr en nokkrum klukkustundum áður. Hann var svo nærri að hann fór á milli jarðarinnar og tunglsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann