Konan er einnig ákærð fyrir að hafa beitt tvö eldri börn sín ofbeldi en þau hafa ekki náð 10 ára aldri. Sambýlismaður hennar er sagður hafa verið vitni að ofbeldinu. TV2 skýrir frá þessu.
Konan kom með litlu dóttur sína á læknavaktina á St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi aðfaranótt 26. júní á síðasta ári. Stúlkan var með mikla höfuðáverka. Hún lést tveimur dögum síðar.
Samkvæmt ákærunni sló, sparkaði og misþyrmdi konan litlu stúlkunni ítrekað á tímabilinu frá 14. apríl til 26. júní. Litla stúlkan fékk lífshættulega áverka af völdum ofbeldisins. Móðirin er sögð hafa stungið hana með eldhúshnífi og göfflum. Hún er einnig sögð hafa kastað litlu stúlkunni ítrekað í gólfið síðustu dagana í lífi hennar. Þetta hafi orsakað mikla höfuðáverka sem drógu litlu stúlkuna síðan til dauða.
Konan sat í gæsluvarðhaldi frá í júní þar til í febrúar. Sambýlismaður hennar situr enn í gæsluvarðhaldi.
Þau neita bæði sök og segja að litla stúlkan hafi dottið út úr rúminu sínu kvöldið sem þau fóru með hana á sjúkrahúsið. Þau segja að eldri áverkar á stúlkunni hafi verið eftir að hún datt fram af svölum í heimalandi sínu.