fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gögn sanna að Jón Baldvin kenndi konunum í Hagaskóla sem saka hann um kynferðislega áreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn sem Borgarskjalasafn hefur skoðað að beiðni DV sýna að Jón Baldvin Hannibalsson kenndi íslensku í 2. bekk X veturinn 1967-1968. Gögn sýna einnig að Matthildur Kristmannsdóttir var nemandi í þessum bekk þennan vetur. Stundin hefur einnig fengið sannað að María Alexandersdóttir, sem einnig hefur ásakað Jón Baldvin, var í þessum bekk.

Jón Baldvin, sem var umsjónarkennari í 4-A þennan vetur, sagði í Silfrinu um síðustu helgi að ekki fyndust gögn sem sýndu fram á að hann hafi kennt í þeim bekk sem konurnar voru í. Aðalmyndin með fréttinni sýnir bekkjarmynd af 4-A með umsjónarkennaranum Jóni Baldvin. Myndin hér að neðan er hins vegar afrit af stundarskrá hjá 2-X þar sem Matthildur var nemandi. Þar sem hringur er dreginn á myndinni sést „Íslenska: 2. J, X = 12 st.

Matthildur lýsti áreitni Jóns Baldvins í Stundinni með svofelldum hætti:

„Hann fór að segja mér að ég lærði ekki nógu vel heima, sem er mjög líklega alveg rétt, og vildi að ég sæti eftir. Það var ekki í sömu kennslustofu heldur í herbergi hinum megin á ganginum. Þar fór hann með mig inn og læsti. Þar var einn stóll og borð og hann gekk svona fram og til baka og lét mig skrifa. Hann var alltaf að beygja sig yfir mig til þess að vita hvernig ég skrifaði. Um leið og hann beygði sig yfir mig fann ég að hann var að strjúka mér. Og hann gerðist alltaf nærgöngulli.“

Matthildur segir að hún hafi farið að kvíða fyrir tímunum hjá Jóni Baldvini, þar sem hann lét hana alltaf sitja eftir eina. „Ég fór að reyna að læra betur heima en það breytti engu. Hann sagðist bara þurfa að láta mig læra þetta betur. Ég bara skynjaði það að það væri eitthvað fram undan sem mundi gerast,“ segir hún.

Loks hafi Jón Baldvin farið að færa sig upp á skaftið. „Hann hélt áfram að strjúka mér og fór að troða sér aftan á stólinn hjá mér. Þetta var svona gamall skólastóll með algjörlega beinu baki og beinu sæti. Honum tókst að troða sér fyrir aftan mig á milli mín og stólbaksins. Ég sat alveg á nippinu á stólnum. Hann var mjög grannur á þessum árum og ég líka og þetta tókst honum að gera. Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“

Í stuttu samtali við DV sagði Matthildur að það væri gott að sannleikurinn væri að koma upp á yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar