fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Boðað til mótmæla í Vesturbænum eftir að ekið var á barn: „Ég get ekki hætt að hugsa um elsku barnið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur hefur boðað til mótmælafundar í kjölfar þess að ekið var á barn við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun. Gönguljós eru á gatnamótunum, sem eru nálægt Vesturbæjarskóla, en þess er krafist að gangbrautavörður verði á staðnum milli kl.8 og 8:30 á virkum morgnum. Ólöf Jakobsdóttir boðaði til mótmælanna í morgun:

„Í ljósi þess að slys varð í morgun á Hringbraut höfum við maðurinn minn Jóhannes Tryggvason ákveðið að mótmæla endalausu aðgerðarleysi skóla og skóla og frístundasviðs Reykjavíkur við að koma börnum yfir þessa götu örugglega og munum standa gönguvarðavakt á gönguljósunum við Hringbraut hjá Vesturbæjarskóla milli klukkan 08.00&08.30 í fyrramálið,“ segir Ólöf í færslu í Fésbókarhópnum Vesturbærinn.

Margir aðrir íbúar eru uggandi vegna málsins. Segir tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir að hún geti ekki hætt að hugsa um barnið sem var ekið á: „Ég get ekki hætt að hugsa um elsku barnið sem varð fyrir bíl á Hringbrautinni í morgunn. Ég verð svo ótrúlega hissa og reið þegar ég sé fullorðið fólk keyra á þessari götu daglega á leið minni með 4 ára stelpunni minni í leikskólann eins og það sé í einhverri keppni. Ég get ekki talið þau skipti sem einhver keyrir yfir á rauðu eða er að tala í símann. Lífið skiptir miklu meira máli heldur en að komast í vinnunni á réttum tíma á met hraða. Ég vona að barnið sé á batavegi,“ segir Þórunn Antonía.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir vill halda íbúafund vegna málsins, segir hún í fundarboði að það sé kominn tími til að gera eitthvað í málefnum Hringbrautar. Hafa margir boðað komu sína á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar