fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Sváfu hjá sama manninum: Íslensk fitness-drottning dæmd fyrir slagsmál á Þjóðhátíð

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 21. janúar 2019 14:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd fyrir slagsmál sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2016. Ákvörðun um refsingu hennar var frestað og mun refsing hennar falla niður ef hún heldur almennu skilorði næstu tvö ár. Konan sem um ræðir er upprennandi líkamsræktarkona og hefur unnið til verðlauna á Íslandsmóti í fitness.

Lýsingar konunnar sem var dæmd annars vegar og þolandans hins vegar, ungrar konu, á málinu eru talsvert ólíkar. Svo virðist þó sem þær hefi þekkst úr menntaskóla og þolandinn hafi sofið með þáverandi kærasta kounnar. Engin vitni voru að upptökum málsins því ósannað hvor hafi átt frumkvæðið að slagsmálunum.

Fórnarlambið lýsti því fyrir dómi að hún hafa verið stödd inni í tjaldi á Þjóðhátíð þegar mikil læti hafi heyrst fyrir utan tjaldið. „Hafi hún beðið fólk um að róa sig og þá hafi verið farið að sparka í tjaldið. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi farið alveg eða til hálfs út úr tjaldinu, eða hvort hún hafi verið rifin út eða farið sjálf út úr því. Hún hafi fengið högg í andlitið og endað í jörðinni og þar fengið fullt af höggum alls staðar, en sérstaklega þó í andlitið og hægra læri. Þessi högg hafi öll komið frá ákærðu. Ekki kvaðst brotaþoli vita um fjölda högganna, en þau hafi verið mjög mörg. Brotaþoli hafi fljótt lent í jörðinni og þá fengið uppgjafartilfinningu og ekki gert neitt, en svo hafi ákærða verið rifin af henni. Ekki hafi brotaþoli sjálf slegið ákærðu neitt,“ segir í dómi.

Konan sagði hins vegar fyrir dómi að hún hafi verið að ganga eftir tjaldsvæðinu þegar fórnarlambið hafi skyndilega komið út úr tjaldi og öskrað ókvæðisorð að sér. „Hafi brotaþoli gengið ógnandi að ákærðu og hrint henni. Hafi ákærða ýtt brotaþola til baka. Þetta hafi haldið áfram í reiði og orðaskiptum og hafi brotaþoli kýlt ákærðu með hægri hendi einu höggi vinstra megin í andlitið. Hafi ákærða svarað í sömu mynt og slegið með hægri hendi í andlit brotaþola,“ segir í dómi.

Að hennar sögn hafi orðið slagmál á milli þeirra eftir þetta.  „Hafi ákærða tekið eftir því að F hafi komið þarna gangandi með einhverjum vinum sínum. Þá hafi ákærða stoppað og reynt að koma sér úr þessum aðstæðum og gengið frá, en brotaþoli hafi haldið áfram að slást og ráðist aftur á ákærðu með því að kýla og klóra. Þegar handalögmál þeirra hafi staðið nokkra stund hafi F spurt B hvort hann vildi ekki stoppa þetta. Hafi B þá komið og stíað þeim í sundur,“ segir í dómi. Hún fullyrti að fórnarlambið hafi átt öll upptökin að þessu. Hún sagðist hafa verið í meðferð eftir þetta atvik og var tekið tillit til þess í niðurstöðu dómara.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki sannað hvor hafi átt upptökin að málinu. „Er samkvæmt framansögðu hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem greinir í ákæru, að því frátöldu að ekki þykir unnt að slá því föstu að hún hafi átt upptökin að þessu með því að ráðast á brotaþola, en ekki er útilokað að brotaþoli hafi átt upptökin eða að það hafi þær gert sameiginlega, en um upptökin að þessu er enginn til frásagnar nema brotaþoli og ákærða,“ segir í dómi.

Líkt og fyrr segir þá mun konan ekki sæta refsingu nema hún brjóti skilorð næstu tvö ár. Þú þarf að greiða fórnarlambinu 200 þúsund krónur með vöxtum auk þess að greiða 768 þúsund krónur í sakarkostnað auk málsvarnarlaun skipaðs verjanda, 750 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni