fbpx
Fréttir

Lögreglan kærð vegna lélegrar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum gegn börnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 07:01

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögmaður hafnfirskra systra telur að mál þeirra hafa ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglunni og hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara. Í kærunum eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kærðir vegna þeirra meðferðar sem málið fékk hjá lögreglunni eftir að barnaverndarnefnd Hafnarfjarða tilkynnti lögreglunni um hugsanleg kynferðisbrot föður stúlknanna gegn þeim. Mál þetta komst í hámæli í vor þegar upp komst um afskipti Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, af málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni Baldurssyni, lögmanni mæðgnanna, að hann telji að lögreglunni hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin.

Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sendi lögreglunni tvær tilkynningar um hugsanleg kynferðisbrot gegn stúlkunum. Þá fyrri í árslok 2014 og hina síðari í árslok 2016.

Jóhann sendi ríkissaksóknara kæru fyrir rúmum tveimur mánuðum vegna síðari tilkynningar barnaverndarnefndar. Hann sendi síðan aðra kæru fyrir um tveimur vikum til héraðssaksóknara vegna fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar. Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni að hann geti fullyrt að lögreglan hafi ekki rannsakað mögulega refsiverða háttsemi sem hún hafði upplýsingar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“