fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. september 2018 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan, sjónvarpsmaður hjá RÚV, gagnrýnir harðlega nýfallinn dóm í máli Vals Lýðsson á samfélagsmiðlum. Valur var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar. Helgi veltir fyrir sér hvers vegna ölvun Vals sé honum til refsilækkunar. Valur sagðist ekkert muna eftir atburðinum vegna ölvunar en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi.

„Ég get ekki skilið niðurstöðu héraðsdóms Suðurlands í þessu sorglega manndrápsmáli, sem gekk í dag. Eða öllu heldur botna ég illa, tvennt í röksemdarfærslu dómsins: „en ekki verður talið að honum hafi verið ljóst að langlíklegast væri að afleiðingarnar yrðu þær að hann myndi lenda í bráðri andnauð vegna banvænnar innöndunar magainnihalds og láta lífið af þeim sökum.“ -þurfti ákærði sumsé að hafa lokið kandídatsnámi í læknisfræði til þess að honum hefði mátt verða ljóst um afleiðingar gjörða sinna; að sparka og berja varnarlausan mann, ítrekað?,“ spyr Helgi á Facebook.

Hann bendir enn fremur á að dómari virðist telja að ölvun Ragnars hafi átt þátt í dauða hans. „Þá verður ekki fram hjá því litið að ölvunarástand hins látna átti að mati réttarmeinafræðings þátt í dauða hans.” -Það er freistandi að fara hér að velta vöngum yfir pilsasídd. En bara þetta: Hversu fullur þarf maður að vera til þess að ekki sé hægt að líta framhjá því þegar maður er drepinn, alla vega virða það morðingjanum til refsilækkunar?,“ spyr Helgi. Hann heldur áfram með þennan síðasta punkt á Twitter og skrifar: „Þessi dómur er stórskrýtinn. Þetta meikar engan sens. Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Að lokum spyr hann hvort dómari hefði tekið eins á málinu ef Valur hefði verið undir áhrifum annars vímuefnis. „Ef maðurinn sem drap bróður sinn í ölæði hefði verið 22 ára og með kannabis og rítalín í blóðinu (jafnvel sprautuför í hnésbótinni) haldiði þá að fjölskipaður dómur hefði gengið jafn langt í fá hann dæmdan fyrir vægari sök, eins og raunin varð? Yeah right!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar