fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Eldri maður réðst á Söru Mist og þriggja ára son hennar – „Barnið mitt fór í taugarnar á honum af því það var með læti“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 19:00

Sara Mist Sverrisdóttir var stödd með þriggja ára son sinn á Heilsugæslunni Glæsibæ í gær þegar hún varð fyrir þeirri lífsreynslu að eldri maður sem beið þar á biðstofunni réðst á þau, fyrst á son hennar og síðan á Söru Mist.

„Við biðum á biðstofunni og Mikki sonur minn var að hlaupa hlæjandi um biðstofuna. Hann var með smá læti eins og börn eru vön,“ segir Sara Mist.

Lætin í syninum virðast hafa farið í skapið á eldri manni, sem beið á biðstofunni eftir konu sinni, því engum togum skipti að maðurinn króaði son Söru Mistar af, stoppaði hann af, hélt honum og dró hann áfram á hendinni.

Þegar ég ætlaði að taka son minn af honum, þá neitaði maðurinn að sleppa og ríghélt í barnið, ég varð að fjarlægja hann af syni mínum með valdi.“

Söru Mist tókst að slíta barnið frá manninum, en þá elti maðurinn þau og hóf að öskra á barnið. „Þegiðu, snarhaltu kjafti og vertu til friðs,“ öskraði hann,“ segir Sara Mist, sem svaraði í sömu mynt og öskraði á manninn að hann kæmi ekki svona fram við barn hennar og ætti sjálfur að snarhalda kjafti og setjast.

Maðurinn lét sér ekki segjast og lagði því næst hendur á Söru Mist, sem sleit sig lausa og ýtti manninum í burtu. „Þá reyndi hann að ráðast á mig með stól sem ég tók af honum og bað ég afgreiðslustúlkuna um að hringja á lögregluna.“

Þá reif maðurinn einnig kjaft við afgreiðslustúlkuna. Meðan beðið var eftir lögreglunni kom kona mannsins fram í biðstofuna. „Ég sagði henni hvað maðurinn hennar hefði gert og hún hló bara og dreif sig að ýta á lyftutakkann,“ segir Sara Mist.

Hjónin voru farin af vettvangi þegar lögreglan kom. Talaði lögreglan við Söru Mist og son hennar, sem og afgreiðslustúlkuna sem var vitni. Náði Sara Mist myndum af manninum meðan hann beið eftir lyftunni og hefur hún sent þær myndir til lögreglunnar. Fékk hún þau svör í gær að lögreglan myndi hringja í hana aftur.

Segist Sara Mist ekki hafa hugmynd um hver maðurinn er og aldrei hafa séð hann áður. „Barnið mitt fór í taugarnar á honum af því það var með læti,“ segir hún.

Aðspurð um hvort að sjái á þeim mæðginum eftir atvikið svarar hún: „Við vorum bæði með roða á höndunum þar sem hann greip og hékk í okkur og neitaði að sleppa, ég þurfti að losa okkur bæði með valdi en það hefur hjaðnað núna. Annars er ég með marbletti á fætinum eftir stólinn.

Sonur minn var í sjokki í gær og spurði mikið út í af hverju gamli gerði þetta og svo hvar hann væri. Ég sagði að löggan myndi taka hann og það róaði hann, hef haft nóg skemmtilegt að gera í allan dag fyrir hann þannig að hann hefur ekki nefnt þetta neitt í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun