fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Vinnudagur í paradís breyttist í fullkomna martröð

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 22:00

Þrjátíu og þriggja ára starfsmaður Norwegian Cruise Lines, fyrirtækis sem sérhæfir sig í skemmtiferðarsiglingum, má teljast stálheppinn að vera á lífi eftir að vinnudagur í Karíbahafinu endaði með ósköpum um helgina.

Þannig er mál með vexti að maðurinn féll útbyrðis síðdegis á laugardag þegar hann var við vinnu sína. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fór úrskeiðis en skipið var statt rúmar tuttugu sjómílur norður af Kúbu.

Eftir að samstarfsmenn hans áttuðu sig á því að maðurinn hefði fallið útbyrðis var haft samband við strandgæsluna og var sendur út leitarflokkur í kjölfarið. Skipið sem maðurinn starfaði á tók þátt í leitinni en aðfaranótt sunnudags hélt það ferð sinni áfram.

Það var svo eftir hádegi á sunnudag að annað skemmtiferðaskip á svipuðum slóðum kom auga á manninn í hafinu. Skipverjar á skipinu, sem var frá Carnival Cruise, komu manninum um borð og var hann orðinn nokkuð þrekaður á volkinu í sjónum. Hann var þó við ágæta líkamlega heilsu en eðlilega orðinn nokkuð vonlítill um björgun og því hræddur um líf sitt.

Það varð manninum til happs að sjórinn á þessum slóðum er heitur og veður almennt gott á þessum árstíma. Maðurinn fór með skipinu áleiðis til Cozumel í Mexíkó þar sem honum var komið undir læknishendur.

„Þetta er ekkert minna en kraftaverk,“ segir Christine Duffy, forseti Carnival Cruise Line, í samtali við ABC News um leið og hún þakkaði kollegum sínum frá Carnival Cruise fyrir björgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun