fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Karl Vignir laus og með útsýni yfir leikvöll – „Ég veit ekki hvort ég er betri maður“ – Nágrannar slegnir óhug að fá alræmdasta níðing Íslands í hverfið

Óðinn Svan Óðinsson, Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 13. júlí 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Vignir Þorsteinsson, sem dæmdur var haustið 2013 í sjö ára fangelsi í Hæstarétti fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, er nú laus úr haldi. Karl Vignir losnaði fyrir skemmstu og leigir litla íbúð nálægt Hlemmi. Í samtali við DV kveðst Karl Vignir sjá eftir því sem hann gerði en segir tímann verða að leiða í ljós hvort vistin hafi gert hann að betri manni. Nágrannar Karls eru slegnir óhug eftir að hafa fengið hann í hverfið.

DV ræddi við Karl Vigni sem staðfesti að hann hefði losnað úr haldi fyrir skemmstu. Hann vildi lítið tjá sig um vistina í fangelsinu að öðru leyti. Aðspurður um hvort vistin hefði gert hann að betri manni sagði hann það verða að koma í ljós. „Ég veit ekki hvort ég er betri, það kemur bara í ljós,“ sagði Karl Vignir.

Karl hefur áður viðurkennt að hafa misnotað allt að 50 börn, bæði drengi og stúlkur. Talið er að þolendur séu miklu fleiri. Þegar blaðamaður spyr Karl Vigni út í fórnarlömbin segist hann sjá eftir gjörðum sínum. „Já, já, auðvitað geri ég það,“ segir Karl. Þegar Karl Vignir var spurður út í fangelsisvistina sjálfa sleit hann símtalinu.

DV hefur rætt við nágranna Karls Vignis sem á barn á leikskólaaldri. Hann er sleginn óhug og botnar ekki í því að hann megi vera þarna. „Er maðurinn ekki í fangelsi? Það er leikvöllur og garður þarna beint fyrir aftan. Það ætti að henda þessum manni í sjóinn.“

Áratuga brotaferill

Brotasaga Karls Vignis nær áratugi aftur í tímann en hann hefur viðurkennt opinberlega að hafa misnotað allt að 50 börn og brotin sem hann var dæmdur fyrir voru framin á árunum 1995 til 2012. Síðustu brotin framdi Karl Vignir í desember 2012. Lögregla hóf að rannsaka sögu hans í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um áramótin 2012 og 2013. Í þættinum sem vakti töluverða athygli gekkst Karl við brotum gegn tugum barna og ungmenna.

Árið 2007 fjallaði DV ítarlega um sögu Karls Vignis Þorsteinssonar. Karl Vignir vandi komur sínar um árabil á Kumbaravog, upptökuheimili í eigu ríkisins. Þar gaf hann drengjum sælgæti áður en hann misnotaði þá bakvið luktar dyr.

Ljósmynd: DV/Hanna – Blaðamaður og ljósmyndari bönkuðu uppá hjá Karli Vigni en hann hafði lítinn áhuga á að ræða við blaðamenn

Þá var Karl Vignir lengi vel starfsmaður á Sólheimum í Grímsnesi, en þaðan var honum vikið úr starfi vegna gruns um kynferðisbrot. Karl Vignir var einnig safnaðarmeðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista. Starf hans þar fór á sama veg og í Grímsnesi en árið 1997 var honum vikið úr söfnuðinum eftir að stúlka innan kirkjunnar sagði frá því að Karl Vignir hafi ítrekað misnotað hana kynferðislega. Það mál komst aldrei til kasta lögreglu.

Karl Vignir aðstoðaði um árabil við umsjón opinna húsa í Áskirkju. Þegar mál hans kom til kasta lögreglu var honum gert að hætta starfi í söfnuðinum. Málið mun hafa komið öllum í söfnuðinum í opna skjöldu. Séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, sagði meðal annars: „Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu þegar við heyrðum af máli hans. Karl Vignir virkaði á okkur sem hlýlegur og góður maður.“

DV hafði eins og áður segir fyrst fjallað um hrottaleg níðingsverk Karls Vignis árið 2007 og var hann þá nafngreindur. Þrátt fyrir það ákvað kirkjan að verðlauna Karl Vigni fyrir störf í þágu safnaðarins.

Brotasaga Karls er afar löng og ógeðfelld en á níunda áratugnum starfaði hann sem yfirmaður töskubera á Hótel Sögu, þar sem  flestir undirmanna hans voru á þeim tíma drengir á unglingsaldri. Eftir nokkur ár var Karli vikið úr starfi á hótelinu þegar upp komst um kynferðisbrot hans gegn drengjunum.

Sagðist vera hættur árið 2012

Komu upp um Karl Vigni árið 2012.

Aðeins nokkrum dögum eftir sýningu Kastljósþáttarinns í byrjun árs 2012 ræddi Karl Vignir við blaðamann DV um málið. Þar sagðist hann hættur að fremja kynferðisbrot gegn börnum en sagðist þó alltaf hafa vitað upp á sig sökina. „Ég á stuðningsmenn í ýmsum hópum. Vegna þess að ég kem hreint fram og segi að ég hafi gert rangt. Ég er búinn að biðja og biðja og biðja. Annars veit ég varla hvað ég segi, nema það að ég veit að þetta var rangt,“ sagði Karl í samtali við DV árið 2012. Upp komst um Karl þegar þolandi fór með falda myndavél á heimili hans fyrir Kastljós og ræddi þar við hann. Var þetta upplifun hennar: „Ég held að honum hafi verið skítsama.“

Í kjölfarið bárust kærur á hendur honum vegna nýlegri brota, sem leiddu til dómsins á haustmánuðum 2013. Þar var hann sakfelldur fyrir að nauðga þremur mönnum og fyrir vændiskaup með því að greiða tveimur þeirra fyrir samræðið. Karl Vignir greiddi mönnunum ýmist með áfengi, sígarettum, mat, strætisvagnamiðum eða peningum á bilinu 500 til 3000 fyrir hvert skipti. Brot gegn fjórða manninum sem kærði á sama tíma var fyrnt.

Samkvæmt vottorðum sálfræðings á sínum tíma höfðu brotin haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur þeirra. Þá var þess getið að þolendurninr gætu átt sérstaklega erfitt með að komast yfir afleiðingar brotanna vegna fötlunar sinnar.

Í nóvember 2016 greindi Rúv frá því að Karl væri farinn að fá reglubundið dagsleyfi frá Litla-Hrauni. Málið vakti töluverða reiði í samfélaginu en leyfið gerði það að verkum að Karl var frjáls ferða sinna í einn dag í mánuði frá 7 að morgni til klukkan 22 að kvöldi sama dags.

Karl Vignir er nú laus allra mála og býr eins og áður segir í lítilli íbúð í nágrenni við Hlemm og veit ekki hvort hann sé betri maður. Það eigi eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar