fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Fimmtán ár í súginn: Bíræfinn þjófur í miðbænum rændi Adelino Guinness-metinu

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 22. júní 2018 12:00

Reiðhjóli var stolið í Bankastræti á dögunum en það var í eigu hins heimsþekkta ferðalangs Adelino Manuel Lopes. Síðustu 15 ár hefur hann ferðast um heiminn á hjóli með allan sinn búnað í þeim tilgangi að vera nefndur í heimsmetabók Guinness. Markmiðið er að hætta árið 2020.

Adelino var staddur við Deli og Subway í Bankastræti þegar hann áttaði sig á þjófnaðinum, en ekki er nóg með að farartæki hans hafi glatast, heldur tapaði hann einnig öllum helsta farangri sínum. Í þeim búnaði voru skissur, myndir, kort og ritgerðir sem hann hafði safnað að sér á liðnum árum.

Óhætt er að segja að ekki sé um venjulegt reiðhjól að ræða, heldur líka ferðaheimili kappans, eins og sjá má að neðan.

Adelino Manuel (58) er ættaður frá Portúgal og hefur hjólað 58,000 km síðan hann hóf lífsstíl sinn sem reiðhjólamaður árið 2003.

Facebook-notandinn Kim Wagenaar birti neðangreinda stöðufærslu og segir að fimmtán ára vinna hjá manninum sé farin út um þúfur ef hjólið og búnaðurinn finnst ekki. Sagt er að ferðalangurinn sé í gríðarlegu uppnámi og yfirgefi landið á allra næstu dögum.

Uppfært kl. 13:15 – Hjólið er fundið en farangurinn er ennþá glataður. Óljóst er að svo stöddu hver staða Guinness-metsins er með þessari nýju vendingu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona á þrítugsaldri sökuð um að keyra á fimm ára dreng á Akureyri – Pilturinn hlaut opið lærleggsbrot

Kona á þrítugsaldri sökuð um að keyra á fimm ára dreng á Akureyri – Pilturinn hlaut opið lærleggsbrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“
Fréttir
Í gær

Þetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust: „Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“

Þetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust: „Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?