fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rúmlega 1.600 Danir létust af völdum inflúensu síðasta vetur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti inflúensufaraldur var óvenju mannskæður í Danmörku en 1.664 létust í faraldrinum. Ekki hafa fleiri látist af völdum inflúensu síðan veturinn 2010/2011. 56.113 Danir fóru í læknisrannsóknir síðasta vetur til að kanna hvort þeir væru smitaðir af inflúensu. Af þeim reyndust 16.093 vera með A eða B stofn inflúensu.

7.667 voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veikinda af völdum inflúensu en þeir voru flestir með B stofn flensunnar. Meðalaldur sjúklinganna var 69 ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá danska sóttvarnarlækninum.

95 prósent, þeirra sem voru lagðir inn, voru í áhættuhópi því þeir voru annaðhvort með króníska sjúkdóma eða eldri en 65 ára.

Þá jók það enn á innlagnirnar að bóluefnið, sem notað var, virkaði ekki nægilega vel því það veitti ekki vernd gegn þeim B stofni sem herjaði á Dani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar