fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Kristín biðlar til hjólreiðamanna: „Oft brugðið illilega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:46

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður biðlar til hjólreiðafólks um að nota bjölluna þegar farið er framúr vegfarendum sem fara hægar, en hún notar gjarnan göngugrind og er nýlega komin á rafskutlu. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir hún að þegar hún fór í fyrradag úr Kópavogi yfir á Arnarnes á rafskutlunni sinni hafi 20 hjólreiðamenn tekið fram út henni á 20 mínútum:

„Und­an­farið hef­ur mér oft brugðið illi­lega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér. Í fyrra­dag fóru yfir 20 hjól­reiðamenn fram úr mér á litl­um 20 mín­út­um þegar ég brá mér úr Kópa­vogi yfir á Arn­ar­nes á ynd­is­leg­um hjóla- og göngu­stíg meðfram Hafn­ar­fjarðar­vegi. Eng­inn þeirra gerði vart við sig með bjöll­unni,“ segir Kristín. „Lítið tíst úr hjóla­bjöll­unni eða smá flaut úr eig­in munni kem­ur í veg fyr­ir að maður stígi til hliðar í veg fyr­ir hjólið, sem get­ur hæg­lega gerst því hjól­reiðar eru svo dá­sam­lega hljóðlát­ar og svíf­andi!“

Kristín biðlar til hjólreiðafólks að gera vart við sig, er hún sannfærð að þetta sé aðeins skilningsleysi sem auðvelt sé að laga: „Hjóla­fólkið þarf á til­lits­semi bíl­stjór­anna að halda og við sem ferðumst um á göngu­hraða á sömu stíg­um og þið á hjól­un­um þurf­um á til­lits­semi ykk­ar að halda!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi