fbpx
Fréttir

Kristín biðlar til hjólreiðamanna: „Oft brugðið illilega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:46

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður biðlar til hjólreiðafólks um að nota bjölluna þegar farið er framúr vegfarendum sem fara hægar, en hún notar gjarnan göngugrind og er nýlega komin á rafskutlu. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir hún að þegar hún fór í fyrradag úr Kópavogi yfir á Arnarnes á rafskutlunni sinni hafi 20 hjólreiðamenn tekið fram út henni á 20 mínútum:

„Und­an­farið hef­ur mér oft brugðið illi­lega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér. Í fyrra­dag fóru yfir 20 hjól­reiðamenn fram úr mér á litl­um 20 mín­út­um þegar ég brá mér úr Kópa­vogi yfir á Arn­ar­nes á ynd­is­leg­um hjóla- og göngu­stíg meðfram Hafn­ar­fjarðar­vegi. Eng­inn þeirra gerði vart við sig með bjöll­unni,“ segir Kristín. „Lítið tíst úr hjóla­bjöll­unni eða smá flaut úr eig­in munni kem­ur í veg fyr­ir að maður stígi til hliðar í veg fyr­ir hjólið, sem get­ur hæg­lega gerst því hjól­reiðar eru svo dá­sam­lega hljóðlát­ar og svíf­andi!“

Kristín biðlar til hjólreiðafólks að gera vart við sig, er hún sannfærð að þetta sé aðeins skilningsleysi sem auðvelt sé að laga: „Hjóla­fólkið þarf á til­lits­semi bíl­stjór­anna að halda og við sem ferðumst um á göngu­hraða á sömu stíg­um og þið á hjól­un­um þurf­um á til­lits­semi ykk­ar að halda!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður
Fréttir
Í gær

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“