fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Elísabet Ronaldsdóttir: „Ekki spyrja mig hvernig það sé að vera kona í kvikmyndagerð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. júní 2018 20:00

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti kvikmyndaklippari landsins, stendur á hátindi feril síns. Hún klippti Hollywood-stórmyndina Deadpool 2 sem nú fer sigurför í miðasölum kvikmyndahúsa um allan heim.

Slík verkefni útheimta gríðarlegar fórnir og vinnu en á bak við tjöldin háði Elísabet enn erfiðari baráttu. Hún greindist með alvarlegt krabbamein meðan á verkefninu stóð og um tíma leist aðstandendum hennar ekki á blikuna. Elsti sonur Elísabetar, Máni Hrafnsson, tók viðtal fyrir hönd DV. Það hitti í mark og fer fram einstakt spjall mæðginanna.

Máni fær orðið.

Öllum í hag að jafnrétti sé virt og engum sé troðið í kassa

Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Elísabetu að koma ýmsu í verk. „Ég er mjög stolt að þrátt fyrir veikindin komu út þrjár kvikmyndir í ár sem ég tók þátt í að klippa: Svanurinn, Vargur og Deadpool 2. En ekki spyrja mig hvernig það sé að vera kona í kvikmyndagerð. Ég barasta hef engan samanburð til að meta það, ég hef alltaf verið kona. En þú ert nýbúinn að spyrja mig hvernig þetta gangi með öll þessi börn þannig að það hlýtur eiginlega að teljast merkilegra að vera kvenkyns klippari með börn en karlkyns klippari með börn. Það varpar að sjálfsögðu vissu ljósi á það hvað kröfur á kynin geta verið mismunandi og dómarnir líka.

Ég er gallharður femínisti, ekki bara af því að ég er kona og móðir Birtu heldur ekki síst af því að ég er móðir ykkar bræðranna þriggja og amma hans Ronna. Það er okkur öllum í hag að jafnrétti sé virt og engum sé troðið í kassa sem ekki passar.“

Hress fjölskylda.

Ég spyr mömmu hvort að hún vildi sjá kynjakvóta í kvikmyndagerð. Hún svarar ákveðin: „Við skulum ekkert vera að skafa utan af því að það er ríkjandi kynjakvóti í kvikmyndagerð. Ég tel nauðsynlegt að breyta því með handafli til að koma konum að í þessari mikilvægu sagnagerð og söguskráningu. Við eigum það skilið, bæði sem kvikmyndagerðarmenn og sem áhorfendur, hvaða kyn sem við erum.“

 

Viðtalið verður birt í heild sinni þann 13. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum