fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Elísabet greindist með krabbamein: „Ryan Reynolds hjálpaði mömmu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. júní 2018 16:00

Elísabet í faðmi Deadpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti kvikmyndaklippari landsins, stendur á hátindi feril síns. Hún klippti Hollywood-stórmyndina Deadpool 2 sem nú fer sigurför í miðasölum kvikmyndahúsa um allan heim.

Slík verkefni útheimta gríðarlegar fórnir og vinnu en á bak við tjöldin háði Elísabet enn erfiðari baráttu. Hún greindist með alvarlegt krabbamein meðan á verkefninu stóð og um tíma leist aðstandendum hennar ekki á blikuna. Elsti sonur Elísabetar, Máni Hrafnsson, tók viðtal fyrir hönd DV. Það hitti í mark og fer fram einstakt spjall mæðginanna.

Máni fær orðið.

Þrír mánuðir rúmliggjandi

Ég horfi íbygginn á mömmu. Vinnufélagarnir sem hún talar um eru leikstjórinn David Leitch, sem mamma hefur tvisvar áður unnið með fyrir Deadpool 2, og aðalleikari myndarinnar, Ryan Reynolds, ein þekktasta kvikmyndastjarna heims. Þeir voru vaktir og sofnir yfir velferð mömmu á meðan hún glímdi við veikindin og báru hluta af kostnaðinum við bestu læknismeðferð sem völ er á í heiminum. Reynolds var svo umhugað um Elísabetu að hann lagði sig allan fram við að létta undir með henni. Meðal annars gladdi hann yngsta son Elísabetar, Loga, með því að klæða sig upp í búning Deadpool og senda drengnum fallega myndbandskveðju. Einhver hefði skrifað Facebook-status um minni uppákomu en ekki mamma.

Ég rifja upp okkur mömmu í gamla daga, alltaf labbandi. Þá kenndi hún mér að berjast við veturkonunginn Kára; Bíta berja, klóra, slá. Þannig þrömmuðum við áfram sönglandi, hrímhvít í framan, af því ég var 12 ára þegar mamma eignaðist bíl í fyrsta skipti. „Ertu að beita sömu taktík á krabbann?“ spyr ég.

„Já, ætli það ekki bara. Þegar ég varð veik voru ráðnir þrír klipparar í minn stað á Deadpool 2, en þegar ég útskrifaðist af spítalanum í Los Angeles bauð David, leikstjóri kvikmyndarinnar, mér að bætast í hópinn og koma aftur til vinnu. Eftir að hafa eytt þremur mánuðum rúmliggjandi og ekkert getað borðað, var ég of veikburða til að þvælast mikið um og óvíst hvað ég hafði mikið úthald. Þá var gripið til þess ráðs að koma upp Avid-klippitölvu í fataskáp heima hjá David, en við bjuggum hlið við hlið í Venice, þar sem ég kom og fór eins og hentaði og klippti eftir mínu höfði.

Með daglegum göngutúrum og aðstoð þinni og auðvitað mömmu og pabba sem mættu á svæðið og sáu til þess að ég borðaði rétt, tróðu í mig eggjum, lax og gulrótarsafa, óx mér kraftur og fyrir  jólin 2017 var ég farin að keyra upp í 20th Century Fox og vinna fullan vinnudag. Það var mikil gæfa að komast í vinnu og þurfa ekki að sitja aðgerðarlaus að hugsa um krabbamein,“ segir mamma.

 

Viðtalið verður birt í heild sinni þann 13. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar