fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir málefni fatlaðra „ósýnileg“ í aðdraganda kosninga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. maí 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki viðföng velgjörðar eða fórnarlömb sem þarfnast bjargvætta heldur borgarar í samfélagi sem gerir kröfu um jöfn réttindi,“ segir Freyja Haraldsdóttir verkefnastýra hjá Tabú og fyrrverandi varaþingkona Bjartrar framtíðar. Hún telur fatlað fólk hafa orðið fyrir misrétti þegar kemur að tækifærum til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og sem virkir kjósendur. Engu að síður sýni alþjóðlegar rannsóknir fatlað fólk virðist hafa meiri áhuga á stjórnmálaþáttöku en ófatlað fólk. Til að bæta úr þessu stingur hún meðal annars upp á því að fjölmiðlar ráði til sín fatlað fólk í aðdraganda kosninga  til þess að aðstoða sig við að skerpa á áherslum í umræðu um þetta málefni.

Þann 16.maí síðastliðinn flutti Freyja erindi á opnum fundi um kosningaþátttöku undir yfirskriftinni Skiptir mitt atkvæði máli? Samtal við grasrót um kosningaþátttöku. Kom hún þar inn á þær samfélagslegar hindranir sem blasa við fötluðum einstaklingum fyrir kosningar, á meðan á kosningum stendur og eftir að þeim líkur. Þá segir hún margvíslegar hindranir sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti skráð sig í stjórnmálahreyfingar, náð þar framgangi, boðið sig fram og hlotið kosningu.“

Þá bendir hún á að í aðdraganda kosninga spili aðgengi stóran þátt fyrir fatlaða kjósendur.

„Kosningaskrifstofur og viðburðir eru oft óaðgengilegir. Upplýsingar frá stjórnmálahreyfingum eru gjarnan torveldar og flóknar aflestrar, aðgengi að kosningaskrifstofum mjög misjafnt og upplýsingar í fjölmiðlum oft ekki aðgengilegar fyrir alla, t.d. vegna skorts á táknmálstúlkun, textun og auðskildu máli. Þá fjalla stjórnmálaflokkar mjög sjaldan um réttarstöðu fatlaðs fólks eða hvaða leiðir þeir hyggjast fara þegar kemur að því að jafna tækifæri fatlaðs og ófatlaðs fólks.“

Þá segir Freyja að orðræðan sem viðgangist í garð fatlaðra sé gjarnan valdletjandi og niðurlægjandi.

„Þá sjaldan sem að stjórnmálaflokkar fjalla um málefni fatlaðs fólks er það oft á þeim nótum að ófatlað fólk ætli að hjálpa eða bjarga fötluðu fólki frá erfiðum aðstæðum – á mjög harmleiksþrunginn hátt. Frasar eins og „þeir sem minna mega sín”, „að hjálpa þeim sem ganga ekki heilir til skógar” eða „að styðja okkar minnstu bræður” heyrast oft í kosningabaráttum og gera að mati margs fatlaðs fólks lítið annað gagn en að upphefja ófatlað fólk á kostnað fatlaðs fólks. Við erum ekki viðföng velgjörðar eða fórnarlömb sem þarfnast bjargvætta heldur borgarar í samfélagi sem gerir kröfu um jöfn réttindi.“

Hún segir Freyja að  kosningapróf á netinu spyrji sjaldan um afstöðu fólks til málefna sem tengjast fötluðum einstaklingum.

„Með þessu er ég ekki að segja að fatlað fólk hugsi bara um sjálft sig heldur að benda á að málefni okkar eru nær undartekningarlaust ósýnileg,“

Hún segir það sama vera uppi á teningnum þegar kemur að kosningunum sjálfum. Kjörstaðir séu misaðgengilegir, auk þess sem kjörgögn eru erfið viðureignar fyrir suma fatlaða einstaklinga og mikill klaufagangur og þekkingarleysi einkenni oft vinnubrögð kjörstjórna og starfsfólks þeirra þegar kemur að kosningum.

„Þó svo að fatlað fólk sem fullgildir borgarar í íslensku samfélagi hafi stjórnarskrárvarinn rétt til stjórnmálaþáttöku er afar illa staðið að skýrum og afdráttarlausum ákvæðum sem tryggja þann rétt. Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar tiltekur ekki fötlun sérstaklega sem mismununarbreytu, þó svo að vissulega gildi hún um okkur.“

Freyja kemur jafnframt með tillögur að úrbótum og stingur meðal annars upp á að lagaumgjörð geri þá kröfu á stjórnmálaflokka og frambjóðendur að þeir tryggi aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum, umhverfi og þáttöku alls stjórnmálastarfs þeirra. „Til þess að gera framkvæmdina mögulega væri til dæmis hægt að eyrnamerkja fjármagn til stjórnmálaflokka sem að þeir fengju ekki nema þeir uppfylltu þessi skilyrði.“

Einnig stingur Freyja upp á að stjórnvöld rannsaki kosningaþáttöku fatlaðs fólks og greini niðurstöður út frá kyngervi, aldri, fötlunarhópi og búsetu.  „Í þessu samhengi þurfa stjórnvöld að gera úttekt á aðstöðu og þekkingu kjörstjórna um land allt og gera leiðbeiningar og fræðslu fyrir allt starfsfólk sem að kemur að framkvæmd kosninga.“

Þá hvetur hún einnig fjölmiðla til að þess krefja stjórnmálamenn svara um um stefnu þeirra um málefni fatlaðs fólks.

„Það er fátt meira niðurdrepandi en að upplifa að öllum sé sama um farsæld þína og réttindi, að engin sé að hlusta eða að þú sért ósýnileg í pólitískri umræðu.

Auðvitað bera stjórnmálaflokkar þungan af ábyrgðinni á að koma í veg fyrir slíkar tilfinningar fatlaðra kjósenda en fjölmiðlar geta og eiga að hafa aðhald með þeirri ábyrgð. Kjörin leið til þess að ná árangri í þessu fyrir fjölmiðla er að ráða til sín fatlað fólk og/eða fá samtök fatlaðs fólks til þess að aðstoða sig við að skerpa á áherslum í umræðu og við gerð kosningaprófa.“

Freyja tekur sjálfa sig sem dæmi og segir að sjálf hefði hún ekki átt neina möguleika á því að bjóða sig fram til alþingis eða stjórnlagaráðs ef hún hefði ekki haft aðgang að eigin bíl og og án þess að hafa verið með notendastýrða persónulega aðstoð.

„Hreyfihamlað og blint fólk er í auknum mæli að verða sýnilegra í stjórnmálaumræðu á Íslandi og er það mjög mikilvægt. Við erum samt mjög fá. Það skiptir þó máli að átta sig á að flest okkar sem höfum verið í stjórnmálum höfum t.d. haft aðgengi að viðeigandi aðstoð, en jafnframt þurft að berjast af miklum krafti til þess að komast á þann stað.“

Erindi Freyju í heild sinni má finna á vef Tabú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar