fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skorað á RÚV að afþakka ekki þátttöku í Eurovision í Ísrael: „Alveg glórulaust að vera blanda saman tónlist og pólitík“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tug skora á RÚV að að afþakka ekki þátttöku í Eurovision í Ísrael á næsta ári. Eins og DV greindi frá í gær skoruðu þúsundir á RÚV að afþakka þátttöku á næsta ári þar sem það sé ekki siðferðislega verjandi að taka þátt í Eurovision á meðan Ísrael fremur mannréttindabrot.

Sjá einnig: Á fimmta þúsund skora á RÚV að sniðganga Eurovision í Ísrael

Margir tóku undir áskorunina, þar á meðal Páll Óskar og Daði Freyr.

Nú hefur framkvöðlafræðingurinn Margrét Friðriksdóttir sett af stað undirskriftasöfnun til höfuðs hinni undirskriftasöfnuninni. „Við teljum það alveg glórulaust að vera blanda saman tónlist og pólitík með þessum hætti og er ekki fordæmi fyrir því áður á meðal íslensku þjóðarinnar,“ segir í lýsingunni. Talsvert færri hafa skrifað undir þessa áskorun en hina, þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 70 manns skrifað undir.

Segir Margrét jafnframt að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að leggja pólitískar erjur til hliðar: „Við hvetjum þig til að standa ekki með pólitískum ágreining þegar kemur að tónlist eða íþróttum og skrifa undir þessa áskorun, ást og friður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar