fbpx
Fréttir

Réðst fimm sinnum á sambýliskonu sína, sparkaði í hana og tók hana hálstaki: Játaði sök en var samt sýknaður

Auður Ösp
Miðvikudaginn 16. maí 2018 15:00

Karlmaður sem réðst fimm sinnum á þáverandi sambýliskonu sína á árslöngu tímabili þarf ekki að sæta refsingu þó að hann hafi játað á sig ofbeldið fyrir dómi. Ástæðan er sú að brot hans eru fyrnd. Úrskurður fell í Héraðsdómi Austurlands á dögunum.

Ákæran á hendur manninum var í fimm liðum og gefin út í febrúar á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að konunni aðfaranótt sunnudagsins 1. júní 2014 og hrint henni þannig að hún skall með höfuð á malbik akbrautar. Sunnudaginn27. júlí 2014, veittist hann að konunni utandyra, hrinti henni í jörðina og hristi  hana til.

Aðfaranótt sunnudagsins 17. ágúst 2014, veittist hann að konunni utandyra á gangstétt, hrint henni eða skellti í jörðina og tók hana hálstaki, uns lögregla kom að og stöðvaði árásina.

Aðfaranótt föstudagsins 4. október 2014 veittist hann að konunni inni á hótelherbergi, sló hana í andlitið og hrinti henni þannig að hún féll í gólfið. Þá sparkaði hann  í líkama hennar og að lokum tók hann hana hálstaki. Maðurinn var um tíma einnig grunaður um að hafa beitt konuna kynferðislegu ofbeldi umrædda nótt en það mál var fellt niður.

Að lokum var hann ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 15. mars 2015, veist að konunni á bifreiðastæti þar sem hún sat vinstra megin í aftursæti bifreiðar, gripið í hana og rifið hana þannig út úr bifreiðinni og dregið hana síðan eftir bifreiðastæðinu þannig að hné hennar drógust eftir malbikinu og örskömmu síðar hrint henni þannig að hún féll í jörðina, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu, roða, rispur, mar og eymsli víða um líkama og útlimi, húðblæðingar á hálsi og eymsli við að kyngja.

Þann 23.mars síðastliðinn  var einnig sett fram bótakrafa í málinu fyrir hönd konunnar en eftir að ofangreind ákæra var þingfest fyrir dómi í aprílmánuði var fallið   frá miskabótaþætti einkaréttarkröfunnar þar sem að hinn ákærði og konan höfðu þá komist að samkomulagi um greiðslu.

Sem fyrr segir þá játaði maðurinn á sig sök fyrir dómnum.

Fram kemur að lögregla hóf rannnsókn á því broti, sem lýst er í síðasta kafla ákærunnar þann sama sólarhring og atvik málsins gerðust, þann 15. mars 2015. Konan kvaðst einnig hafa orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu mannsins þá nótt og gekkst undir læknisskoðun.Við yfirheyrslur neitaði maðurinn því alfarið að hafa beitt konuna kynferðislegu ofbeldi. Það mál var fellt niður hjá héraðssaksóknara í janúar 2017.

Maðurinn og konan voru síðan bæði yfirheyrð vegna hinna brotanna sem koma fram í ákærunni og áttu sér stað árið 2014, og játaði maðurinn sök.

Samkvæmt dómnum telst  fyrningarfrestur brotanna frá þeim degi þegar rannsókn lögreglu hófst, eða 15.mars 2015.

Þrátt fyrir að síðastnefna brotið hefði verið rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi þá var það engu að síður lögreglustjórinn á Austurlandi sem gaf út ákæruna í málinu en þær skýringar eru gefnar í dómnum að varnarþings mannsins sé á Austurlandi auk þess sem þrjú af brotum hans áttu sér stað þar.

Það var þó ekki fyrr en í febrúar á þessu ári að ákæra var gefin út á hendur manninum en ekki kemur fram í dómnum hvers vegna það dróst svo á langinn.

Brot mannsins varða sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum eða einu ári ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Samkvæmt lögum fyrnist sök manns þó á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi.

Fram kemur í dómnum að samkvæmt framansögðu miðast upphaf fyrningarfrests við þessi tímamörk og voru því öll brot mannsins fyrnd þegar málið var höfðað gegn honu, tæplega þremur árum síðar. Hann var því sýknaður af öllum ákæruliðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli