fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru kosningaloforðin sem myndu breyta Reykjavík

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

 

Það er ekkert lát á stórum og margvíslegum kosningaloforðum í Reykjavík. Sextán framboð verða á kjörseðli borgarbúa í vor og það vill enginn falla í skuggann á hinum. Sum kosningaloforðin eru gömul og hafa legið í loftinu í áraraðir á meðan önnur eru ný og jafnvel frumleg, eins og að láta Kópavog og Garðabæ borga fyrir brú frá Skerjafirði yfir á Álftanes. Það er hægara sagt en gert að ná utan um allt sem verið er að lofa og af því tilefni tók DV saman kort af höfuðborginni með þeim breytingum á borginni sem flokkarnir vilja.

 

Sjálfstæðisflokkurinn

15 þúsund manna byggð í Örfirisey.

 

Miðflokkurinn

Sundabraut frá Laugarnesi, framhjá Viðey og Grafarvogi, yfir Geldinganes og framhjá Mosfellsbæ.

 

Samfylkingin

Miklubraut í stokk.

 

Samfylkingin, Píratar, VG og Viðreisn

Flugvöllur úr Vatnsmýrinni og blandaða byggð.

 

Höfuðborgarlistinn

Brú yfir Skerjafjörð, yfir til Kársness og þaðan yfir á Álftanes. Kópavogur og Garðabær borga.

 

Frelsisflokkurinn

Úthverfi í Viðey.

 

Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn (Borgin okkar – Reykjavík bættist í hópinn eftir að blaðið fór í prentun)

Enga mosku í Sogamýri.

 

 

Miðflokkurinn

Landspítalinn á Keldur.

 

Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og fleiri

Stóra byggð í Úlfarsárdal.

 

 

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Píratar

Ylströnd við Skarfaklett.

 

Samfylkingin, Píratar, VG og Viðreisn

Borgarlína.

 

Borgin okkar – Reykjavík

Hraðamyndavél í Álmgerði.

 

Sjálfstæðisflokkurinn

Samgöngumiðstöð í Kringlunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv