fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Þetta vitum við um hnífaárásina í París: Foreldrar ódæðismannsins í varðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. maí 2018 09:33

Youtube skjáskot

Maðurinn sem réðst með hnífi á vegfarendur í óperuhverfinu í París í gærkvöld var kornungur, fæddur árið 1997. Hann var frá Téténíu, sjálfstjórnarlýðveldi í norðurhluta Kákasusfjalla í Rússlandi. Stór hluti íbúanna eru múslimar. Mikil átök urðu á milli Téténa og Rússa í kjölfar þess að Sovétríkin liðuðust í sundur og Téténía lýsti yfir sjálfstæði. Rússneskt herlið hefur oftar en einu sinni ráðist inn í landið. Téténía hefur einnig verið í fréttum vegna grófra mannréttindabrota gegn samkynhneigðum.

Árásarmaðurinn stakk 29 ára gamlan mann til bana og særði fjóra aðra vegfarandur, þar af tvo lífshættulega. Lögregla skaut hann skömmu síðar til bana. Sjónarvottar heyrðu manninn hrópa „Allahu Akbar“ (guð er mestur) fyrir árásina, en það er alþekkt vígorð meðal íslamskra hryðjuverkamanna. Hann mun einnig hafa hrópað: „Drepið mig eða ég drep ykkur.“

Foreldrar mannsins eru í varðhaldi lögreglu og verða yfirheyrðir. Maðurinn var á gátlista lögreglu sem grunsamlegur öfgamaður og líklegur til hryðjuverka. Þó er talið að hann hafi ekki verið á sakaskrá.

Samkvæmt Reuters var maðurinn ber að ofan, skeggjaður og í svörtum buxum.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og segir hnífamanninn vera einn af „hermönnum“ sínum.

Sjá nánar á vef Sky News

Sjá uppfærða frétt DV af atburðinum í gærkvöld og nótt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af