fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Austurbæjar-nauðgarinn sagður loksins gómaður

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fregnir herma að einn alræmdarsti raðmorðingi seinni tíma, Golden state morðinginn, einnig þekktur sem Austurbæjar-nauðgarinn, eða East Area Rapist, hafi verið handtekinn í Sacramento.

Hans hefur verið leitað í áratugi en hann er talinn eiga sök á 12 morðum, yfir 50 nauðgunum og 120 innbrotum í Suður-Kaliforníu á árunum 1978 til 1986. Yfirvöld segjast hafa fengið nýjar upplýsingar og mun lögreglan í Sacramento halda blaðamannafund síðar í dag þar sem hún fer nánar yfir stöðu mála og mögulega staðfest hvort einhver hafi verið handtekinn.

Leikarinn geðþekki Patton Oswalt hefur undanfarna klukkutíma tíst um mögulega handtöku morðingjans en eiginkona hans heitin, Michelle Eileen McNamara, skrifaði bókina „I’ll Be Gone in the Dark: One Woman’s Obsessive Search for the Golden State Killer“ um morðingjann en náði ekki að ljúka skrifunum áður en hún lést óvænt fyrir tveimur árum. Bókin vakti þó endurnýjaðan áhuga á málinu hjá yfirvöldum.

Áhugafólk um málið telur sig hafa fundið út hver sá handtekni er en sá er fyrrum lögreglumaður í fylkinu, en hann hafði verið rekinn fyrir hnupl mörgum árum áður. Fæðing dóttur lögreglumannsins þykir einnig stemma við hlé sem var á brotum hjá morðingjanum. Lögreglan í Sacramento mun halda  blaðamannafund um málið  klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin