fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Alþingismenn á leigumarkaði: Sjö leigja og einn í foreldrahúsum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 11:30

Melabraut 7, Seltjarnarnes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og fimm af 63 alþingismönnum búa í eigin húsnæði samkvæmt úttekt DV. Sjö alþingismenn búa í leiguhúsnæði en einn í foreldrahúsum. Það þýðir að 87% þingmanna eiga sitt eigið húsnæði, 11% eru á leigumarkaði og 2% eru í foreldrahúsum.  Samkvæmt könnun MMR undir lok síðasta árs eiga 70% af Íslendingum, sem eru eldri en 18 ára, sitt eigið húsnæði, 18% búa í leiguhúsnæði en 10% í foreldrahúsum. Hlutfall þeirra sem eiga húsnæði sitt er hærra eftir því sem aldur þátttakenda er hærra. Þannig eiga 93% Íslendinga á aldrinum 50–67 ára eigið húsnæði og aðeins 5% eru á leigumarkaði. Það er því hægt að segja að staða þingmanna á húsnæðismarkaði sé ágætis þverskurður af stöðu þjóðarinnar sem þeir þjóna.

Píratar eru sá stjórnmálaflokkur sem flestir þingmanna sem ekki eiga sitt eigið húsnæði tilheyra. Alls eru tveir þingmenn Pírata á leigumarkaði en einn býr í foreldrahúsum. Það þýðir að 50% af sex manna þingflokki Pírata á ekki sitt eigið húsnæði. Sama hlutfall er hjá Flokki fólksins, tveir þingmenn af fjögurra manna þingflokki er á leigumarkaði. Að auki eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á leigumarkaði sem og einn þingmaður Vinstri grænna.

Rétt er að geta þess að í úttekt DV eru ekki tilteknir þeir alþingismenn af landsbyggðinni sem leigja sér íbúð í höfuðborginni og halda þannig tvö heimili.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingflokksformaður Pírata leigir íbúð í fallegu húsi við Miðstræti 10 í hjarta miðbæjarins. Leigusamningi er ekki þinglýst. Þórhildur Sunna svaraði ekki fyrirspurn DV um upplifun hennar af leigumarkaði.

Miðstræti 10. Þórhildur Sunna leigir íbúð í þessu fallega húsi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. þingflokksformaður Pírata.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halldóra Mogensen

Halldóra leigir íbúð við Hringbraut 47 í Reykjavík. Í svari til DV segist hún hafa verið á leigumarkaði alla sína tíð. „Ég hef aldrei sóst sérstaklega eftir því að kaupa mitt eigið húsnæði. Í gegnum tíðina hef ég ekki átt sparifé til að leggja út fyrir húsnæði né ríka ættingja til að aðstoða við kaup,“ segir Halldóra í stuttu svari til DV. Hún segist vel geta hugsað sér að vera á leigumarkaði áfram ef að Íslendingar byggju við eðlilegan leigumarkað. „Við núverandi aðstæður neyðist maður til að kaupa ef maður hefur ráð á því,“ segir þingkonan

Hringbraut 47. Halldóra Mogensen leigir íbúð í húsinu.
Halldóra Mogensen.

 

 

 

 

 

 

 

Jón Þór Ólafsson

Búseta Jóns Þórs komst í kastljósið í aprílbyrjun í fyrra þegar í ljós kom að eiginkona hans leigði íbúð á Stúdentagörðum á meðan hún stundaði nám í Háskóla Íslands. Þar bjó þingmaðurinn með spúsu sinni og þótti það sérstakt í ljósi þess að mánaðarlaun hans voru yfir 1,3 milljónum króna.  Í kjölfarið ákvað fjölskyldan að víkja úr íbúð sinni fyrir annarri fjölskyldu sem væri í verri stöðu. Hjónin fluttu ásamt tveimur börnum sínum til foreldra Jóns Þórs í Grafarholti. Fastlega má gera ráð fyrir því að sú lausn sé tímabundin.

Jón Þór Ólafsson. Alþingismaður.

 

Inga Sæland

Búseta Ingu hefur verið til umfjöllunar á síðum DV undanfarin misseri. Inga hefur leigt íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, undanfarin sjö ár. Samkvæmt þinglýstum leigusamningi var húsaleigan rúmlega 110 þúsund krónur á mánuði en í kjölfar fyrirspurnar DV og umfjöllunar um málið þá steig Inga fram og sagðist hafa gert samkomulag við sjóðinn um að greiða tvöfalda húsaleigu á meðan hún sæti á þingi, þar sem hún þiggur um 1,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Rétt er að geta þess að sú húsaleiga er enn talsvert undir markaðsverði. Var Ingu tíðrætt um illgirni blaðsins þegar þeirri spurningu var varpað fram hvort eðlilegt gæti talist að hún héldi enn í íbúðina í ljósi þess að 500 öryrkjar eru á biðlista eftir íbúð og biðtíminn er um fjögur ár.

Íbúðin sem Inga Sæland leigir af Öryrkjabandalaginu er 148 fermetrar að stærð. Íbúðin er á jarðhæð og því fylgir rúmgóður sólpallur með eigninni.
Inga Sæland.

 

Ólafur Ísleifsson

Samherji Ingu leigir íbúð að Melabraut 7 á Seltjarnarnesi en fyrrverandi eiginkona hans, Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, á íbúðina í gegnum félagið Málsefni ehf. Í stuttu svari til DV sagði Ólafur að sér liði ágætlega þar sem hann býr. Um skoðanir sínar á íslenska leigumarkaðinum sagði Ólafur: „Ég tel æskilegt að leigumarkaður fyrir íbúðarhúsnæði á Íslandi þróist í svipaða átt og gerst hefur í nágrannalöndunum. Fólk hefur þá val um hvort það vill fjárfesta í húsnæði eða leigja en nýtur í báðum tilfellum svipaðs langtímaöryggis. Það er nauðsynlegt að skapa skilyrði til þess á húsnæðismarkaði að hann einkennist af auknu og fjölbreyttara framboði en verið hefur til þessa.“

 

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Varaþingflokksformaður Vinstri grænna leigir íbúð í húsi við Njálsgötu 22 í miðbænum. Kolbeinn var í opinskáu helgarviðtali við DV á dögunum þar sem hann ræddi um hvernig hann hafði Bakkus undir í orrustu sem og glímu við fjármálaóreiðu af þeim sökum. Gjaldþrot blasti við en að lokum náði Kolbeinn nauðasamingum og talaði um í viðtalinu hversu góð tilfinning það væri að geta greitt skuldir sínar. Leiguverðið er 220 þúsund krónur á mánuði.

Melabraut 7, Seltjarnarnes.

Birgir Ármannsson

Birgir, sem gegnir embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, leigir íbúð við Laufásveg 22 í miðbænum. Birgir er einstæður faðir þriggja dætra en hann hefur verið á leigumarkaði síðan hann skildi við eiginkonu sína.

 

Ásmundur Friðriksson

Ásmundur sker sig svolítið frá öðrum þingmönnum á leigumarkaði því hann á sitt eigið íbúðarhúsnæði. Ásmundur og eiginkona hans seldu einbýlishús sitt í sveitarfélaginu Garði á síðasta ári en fjárfestu síðan í íbúð í Innri-Njarðvík sem þau leigja út. Sú íbúð er um 115 fermetrar að stærð og er leiguverðið yfir 200 þúsund krónur á mánuði. Á meðan leigja hjónin tæplega 90 fermetra íbúð við Vatnsnesveg 29 í Reykjanesbæ og er leiguverðið 80 þúsund krónur á mánuði.

Vatnsnesvegur 29.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar