fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir að reyna að myrða tvö ung börn sín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirréttur í Glostrup í Danmörku hefur dæmt 58 ára karlmann í 9 ára fangelsi fyrir að stefna lífi annarra í hættu með því að kveikja í íbúð sinni og í framhaldi af því að hafa reynt að myrða tvö ung börn sín. Þetta átti sér stað í ágúst á síðasta ári.

Maðurinn byrjaði á að kveikja í íbúð sinni á Thorvaldsensvej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hann vætti pappakassa í bensíni og bar síðan eld að honum. Í kassanum voru nokkur ílát með eldfimum vökva. Eldurinn breiddist út um íbúðina en sem betur fer sluppu aðrir íbúar í stigaganginum ómeiddir frá þessu.

Eftir að hafa kveikt í ók maðurinn til Rødover þar sem hann lagði bíl sínum á iðnaðarsvæði. Með honum í för voru tvö börn hans, tveggja og sjö ára. Þau sváfu í aftursætinu. Maðurinn leiddi slöngu frá útblástursrörinu inn í bílinn og gangsetti síðan bílinn sem fylltist fljótt af reyk. Af óþekktum ástæðum tókst honum ekki að myrða börnin.

Maðurinn og börnin fundust í bílnum um klukkan sjö um morguninn.

Maðurinn játaði að hafa kveikt í íbúðinni en neitaði að hafa ætlað að myrða börnin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni