fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Skipulögð glæpasamtök koma að giftingum – Útvega fölsuð skjöl og flytja fólk á áfangastað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri úttekt danska ríkislögreglustjóraembættisins kemur fram að skipulögð glæpasamtök hafi hönd í bagga með mörgum giftingum sem fram fara í Danmörku. Danmörk er vinsælt land til að ganga í hjónaband í og í sumum litlum sveitarfélögum skipta tekjur vegna þessa töluverðu máli enda þurfa verðandi hjón að gista og borða á meðan þau eru í landinu.

En eins og í mörgu öðru þá koma skipulögð glæpasamtök við sögu í þessum geira. Þau sjá um að útvega fólki fölsuð skjöl og jafnvel koma því til Danmerkur þar sem hjónavígslan fer síðan fram. Þetta gera glæpasamtökin ekki af manngæsku einni saman því peningar eru drifkrafturinn eins og í mörgu öðru. Verðandi hjón greiða fyrir þjónustuna en það að ganga í hjónaband í Danmörku getur auðveldað fólki að fá dvalarleyfi í öðru aðildarríki ESB.

Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt lögum þá séu málamyndarhjónabönd heimil í Danmörku en nú eru uppi sterkar raddir meðal stjórnmálamanna um að banna þau. Mai Mercado, ráðherra barna- og félagsmála, segir að Danmörk eigi ekki að vera eins og einhverjar bakdyr inn í ESB. Talsmaður jafnaðarmanna, Mattias Tesfaye, tekur undir þetta.

Hugmyndir ráðherrans og jafnaðarmanna ganga út á að setja á laggirnar sérfræðingahóp sem fari yfir nauðsynleg skjöl þegar fólk sækir um heimild til að ganga í hjónaband í Danmörku. Þetta muni eiga við þegar viðkomandi eru ekki danskir ríkisborgarar eða með varanlegt dvalarleyfi í Danmörku. sérfræðingahópurinn geti hafnað því að fólk fái að ganga í hjónaband ef hann metur það sem svo að um málamyndarhjónaband sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar