fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ívar útvarpsmaður fundaði með sendiherra Ísraels: „Betra að barnið missi forhúðina en móður sína“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Ívar Halldórsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en í nýjum pistli sem birtist á Vísi talar hann gegn banni umskurn. Hann hefur áður fordæmt samkynhneigð, fóstureyðingar og íslenska veitingastaði. Hann óttast að ef umskurður drengja verði bannaður muni foreldrar einungis sniðganga heilbrigðiskerfið er það lætur umskera börn sín.

Ívar gagnrýnir viðbrögð Íslendinga við umræðunni um umskurð drengja. „Ég hef tekið eftir því að eins og venjulega er almenningur fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum sem hann þekkir ekki endilega mjög vel. Við erum oft svo fljót að æsa okkur yfir einhverju sem einhver fleygir fram í tilfinningahita. Í kjölfarið tökum við oft fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir sem við byggjum á tilfinningum umfram skynsemi. Einhver segir eitthvað í fjölmiðlum fyrir hádegi hér á landi og við almenningurinn drífum okkur að hneykslast á einhverju sem við höfum ekki hundsvit á strax eftir hádegi. Íslendingar eru fljótir upp ef þeim finnst eitthvað ósanngjarnt – sem er auðvitað mjög gott í sjálfu sér…en bara stundum of fljótir,“ segir Ívar.

Talaði við sendiherrann

Ívar segist hafa rætt við marga vegna málsins. „Ég hef sjálfur gefið mér tíma til að skoða málið frá mörgum hliðum. Ég er búinn að ræða við fólk hérlendis og erlendis, trúaða og vantrúaða – meira að segja óumskorinn gyðing sem ég þekki ekki neitt! Ég hef lesið rannsóknir og farið á fund með sendiherra Ísraels í Noregi varðandi þetta umdeilda mál. Ég er sannfærður um að það fólk sem er mest áberandi í umræðunni hefur ekki hugsað málið út frá öllum hliðum né farið í ítarlega og hlutlausa upplýsingaöflun um þetta mál,“ segir Ívar.

Hann segir að Íslendingar verði að spyrja sig hvort það sé rétt að banna aldagamla hefð. „Hvernig getum við sagt gyðingum og múslimum að þeir megi ekki lengur halda í mörg þúsund ára trúarhefðir án þess að móðga þá, gera lítið úr aldagömlum hefðum þeirra eða ráðast gegn trúfrelsi þeirra? Þetta er viðkvæmt mál sem við getum ekki afgreitt svo til án umhugsunar.

„Hvernig getum við með fullu viti sent móður nýfædds barns í fangelsi fyrir „forhúðarglæp“ án þess að það komi einmitt niður á barninu sem við viljum vernda? Af tvennu „illu“ er þá líklega betra að barnið missi forhúðina en móður sína í sex ár,“ segir Ívar.

„Málið orðið siðferðismál“

Hann segir að málið snúist ekki einungis um trúfrelsi. „Það gefur því að skilja að með því að setja refsingarlög á umskurð ungbarna sem framkvæmdur er á faglegan hátt erum við um leið að meina foreldrum að velja það sem þeir telja barninu fyrir bestu. Þá er þetta ekki lengur bara spurning um mögulegt brot á trúfrelsi. Nú er málið orðið siðferðismál þar sem réttur foreldra til að hugsa um hag barnsins hangir í burðarliðnum.

„Líkt og foreldrar hafa rétt til að taka ákvörðun fyrir barn sitt um að láta starfsmann skartgripaverslunar gera gat í eyra þess fáum vikum eftir fæðingu, til að spara því sársaukann seinna, hallast ég að því að foreldrum gangi sömuleiðis gott eitt til þegar þeir ákveða að umskera afkvæmi sitt til að spara því sársauka og sýkingu seinna meir,“ segir Ívar.

Fékk það staðfest

Ívar vill fara milliveg í málinu. „Reynslan ætti að hafa kennt okkur að það er ekki skynsamlegt að banna foreldrum að fylgja sannfæringu sinni svo lengi sem heilbrigði barna þeirra sé í fyrirrúmi – og þá sér í lagi þegar slíkar opinberar aðfarir hafa þær afleiðingar að þeim finnst vegið að trúfrelsi sínu, hefðum og umhyggju fyrir barninu.

„Að mínu mati þarf að finna lausn sem allir geta verið sáttir við – þ.e. fara einhvern milliveg. Það þarf eflaust að setja aldursmörk á umskurð, en samkvæmt rannsóknum er hættuminnst að framkvæma slíka aðgerð á fyrstu dögum eftir fæðingu. Þá veit ég að samkvæmt Biblíu kristinna manna á ekki að umskera ungabarn eftir áttunda dag og einnig skal alls ekki umskera barn ef það leggur líf barnsins í hættu. Þetta fékk ég staðfest hjá strangtrúuðum gyðingi um daginn,“ segir Ívar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar