fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Danskar verslanir neyðast til að skammta þurrmjólk vegna mikillar ásóknar Kínverja í hana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Kínverska mjólkurdufthneykslið 2008 varð 6 börnum hið minnsta að bana og um 300.000 veiktust. Þá hafði eitrað mjólkurduft verið selt og foreldrar höfðu gefið börnum sínum það enda vissu þeir ekki að mjólkurduftið var eitrað. Þetta situr enn ofarlega í minni Kínverja og trausti þeirra á kínverski mjólkurframleiðslu er lítið sem ekkert. Þetta hefur opnað erlendum mjólkurframleiðendum góða leið inn á kínverska markaðinn.

Skandinavíska fyrirtækið Arla, sem er eitt stærsta mjólkurfyrirtæki heims, hefur náð að hasla sér völl í Kína og selur mikið af vörum sínum þar enda hafa Kínverjar mikla trú á matvælaöryggi á Norðurlöndum og treysta fyrirtækinu vel að sögn forstjóra alþjóðasviðs þess. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Meðal helstu útflutningsvara Arla til Kína eru þurrmjólk, g-mjólk, lífræn mjólk og fjölmargar ostategundir.

Þurrmjólkin Baby&Me er frá Arla og er mjög vinsæl meðal Kínverja en ekki aðeins í Kína heldur einnig í Danmörku. Þannig hafa kínverskir ferðamenn oft tæmt hillur verslana af þessari eftirsóttu vöru og nú hefur verslunarkeðjan Coop neyðst til að setja þak á hversu margar dósir hver og einn má kaupa í einu. Mjög vinsælt er að taka þurrmjólkina með heim til Kína og gefa ættingjum og vinum sem þurfa á þessari vöru að halda en einnig eru dæmi um að fólk hafi verið að selja þurrmjólkina við heimkomuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv