fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Slangan á magabandinu kom út um gatið á maganum“

Andlát vegna magaminnkunaraðgerða komin til rannsóknar hjá lögreglu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er árinu hafa tvær konur, önnur á fertugsaldri og hin á sjötugsaldri, látist eftir að hafa gengist undir magaermiaðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Í frétt sem birtist í DV 23. febrúar síðastliðinn kom fram að eldri konunni væri haldið sofandi, en hún lést í síðustu viku.

Frá árinu 2010 hafa einnig þrjár erlendar konur látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðuni Sigurðssyni, þegar hann var búsettur í Bretlandi og gerði aðgerðirnar þar. Í dag eru magaminnkunaraðgerðirnar gerðar á skurðstofu HSS í Reykjanesbæ, þar sem Auðunn leigir aðstöðu.

Eftir andlát íslensku kvennanna tveggja hafa umræður skapast í Facebook-hópum einstaklinga sem gengist hafa undir magaminnkunaraðgerð. Minnst ein Facebook-síða, Lap-Band Ísland, er á vegum starfsmanna Gravitas og eru Auðunn Sigurðsson læknir og starfsfólk á hans vegum með „admin“-réttindi. Aðrir hópar eru einnig á Facebook, þar sem einstaklingar sem farið hafa í magabandið og eru ekki á vegum Gravitas fara með „admin“-réttindi.

„Eina sem skiptir máli þarna er bara greiðslan, bara fá peninginn og farðu bara,“ segir kona á fimmtugsaldri, sem vildi ekki koma fram undir nafni, í viðtali við DV, en konan er núna með sitt annað magaband eftir að hafa lent í miklum erfiðleikum með fyrra magabandið vegna sýkingar. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð þarna, maður skilur þetta ekki, svo ófagmannlegt allt saman.“

Konan er búsett úti á landi fór í magabandið árið 2016 á skurðstofu Auðuns á HSS í Reykjanesbæ, það band var tekið úr henni í desember sama ár. Í maí árið 2017 fór hún aftur í aðgerð og fékk nýtt magaband.

„Það var hálft ár, sem ég lét gróa, áður en ég fór í seinna bandið. „Ég var bara með opið sár á maganum í fjóra mánuði af því að í fyrstu fyllingunni minni er ég stungin og út frá því þá kemur svona roði. Eftir þrjár vikur þar sem ég er búin að tala fram og til baka við Auðun og hans fólk og þau segja alltaf bara „bíddu róleg“, þá fer ég á heilsugæsluna hér heima og þau skera á til að hleypa greftri út. Auðunn sagði: „við bíðum bara, það er engin sýking og ekki neitt.“
Konan fór í einn og hálfan mánuð á heilsugæsluna í sínum heimabæ, til að láta hreinsa sárið og skipta á. „Í heimsókn tvö var portið tekið og skurðurinn greri ekki, síðan fór ég á tveggja daga fresti hér á heilsugæsluna, það var endalaust að vella út úr þessu. Og ég greiddi komugjald í hvert sinn. Síðan endaði það með að hjúkrunarfræðingurinn sá slönguna [slangan á magabandinu, innsk. blm.] koma út um gatið. Hún bara ýtti sér út um gatið. Þetta var bara slitið út úr mér. Viðbrögð Auðuns voru: „hvað eru þessir læknar að gera á … [innskot blaðamanns: heimabæ viðmælanda].“ Ég benti honum á að læknirinn sem sinnti mér væri hjartalæknir, sem hefði tekið sýni og ef ég hefði ekki farið á rétt sýklalyf þá hefði sýkingin verið á leiðinni í hjartalokurnar. „Hvaða bull er það,“ sagði Auðunn? Þannig að ég spurði hvar sýnið, sem hann hafði tekið daginn áður, væri? Auðunn benti mér þá á að hringja á Landspítalann.“ Hjartalæknirinn var í afleysingum á heilsugæslustöðinni og setti konuna á sérhæfð sýklalyf og segist hún við það loksins hafa losnað við sýkinguna.

Engar rannsóknir fyrir aðgerð, aðeins viðtal

Þrátt fyrir erfiðleikana með bandið ákvað konan að fá sér aftur magaband. En af hverju gerði hún það? „Ég var auðvitað búin að greiða fyrir magabandið, maður var búin að búa sig undir að bandið ætti að virka vel og það myndi ekkert gerast aftur. Maður er orðinn örvæntingarfullur. Það er í raun ekkert vesen búið að vera á nýja bandinu nema endalausar bólgur og verkir.“

Konan þurfti ekki að greiða fyrir nýja bandið. Einnig fór hún ekki í neinar rannsóknir eða tékk hvorki fyrir fyrra bandið, en þá leið vika á milli viðtalstíma hjá Auðuni og aðgerðar, eða fyrir seinna bandið þrátt fyrir þessa erfiðleika og sýkingu með fyrra bandið. „Eina sem Auðunn gerði var að setja mig á fyrirbyggjandi sýklalyf í tvo daga, en ég fór sjálf í blóðprufu á heilsugæslustöðinni heima, Auðunn sýndi engan áhuga á þeim niðurstöðum. Það er engin eftirfylgni með nýja bandið, frekar en fyrra bandið,“ segir hún.

„Ég var auðvitað bara með sýkingu frá byrjun, en hann vill ekki viðurkenna það,“ segir hún. „Það vantar einhvern snefil af áhuga hjá honum. Ég mælti mér til dæmis mót við starfsmann hans á Kjarvalsstöðum til að fá lyf fyrir seinni aðgerðina, í stað þess að sækja þau á Domus Medica. Ástæðan var sú að hún var úti að hlaupa. Hann verður bara að fá lið með sér til að vinna í kringum þetta,“ segir hún.

Hvernig líður henni þegar hún les um konurnar sem hafa látist af völdum magaminnkunaraðgerða? „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt, það er svo auðvelt að sjá sjálfa sig í þessum aðstæðum af því að maður sá hvernig þetta var. Þessi hunsun, eins og maður sé geðveikur, og maður er að spyrja spurninga, síma ekki svarað þegar maður hringir. Maður upplifir sig bara eins og rugludall, svona eins og „hvaða vesen er á þér?““

Af heimasíðunni magaband.is
Fyrir aðgerð fá allir sjúklingar bækling með átta reglum magabandsins og þar og á heimasíðu magabandsins segir meðal annars: „Mjög mikilvægt er að veita undirtitli bókarinnar athygli: samstarf um að léttast. Ég meina það í alvöru þegar ég segi að ég þurfi að vinna mitt verk af kostgæfni og þú þína vinnu á sama hátt. Það er þrennt sem ég þarf að gera: Ég þarf að koma bandinu fyrir á öruggan og réttan hátt, ég þarf að veita þér sem besta eftirmeðferð; sjá til þess að þú fáir stöðuga umönnun eftir að þú hefur fengið bandið og ég þarf að veita þér þær upplýsingar sem þú þarfnast.“

Rétt er að taka fram að greinarhöfundur fór í magabandið 7. september 2015 og hefur ekki lent í teljandi vandkvæðum vegna þess. Greinarhöfundur fékk aðgang í lokaðan hóp á Facebook sem heitir Lap-band Ísland í ágúst 2015 þegar hún var komin með dagsetningu í aðgerð, en var eftir fyrri fréttina blokkuð úr hópnum. Fyrirspurnum til aðila sem starfar hjá Auðuni Sigurðssyni, sem jafnframt er „admin“ í hópnum, um hverju það sætti, hefur ekki verið svarað. Fyrirspurn í ágúst 2017 þar sem greinarhöfundur óskaði eftir tíma með Auðuni, því hún ældi stöðugt öllum mat, hefur heldur enn ekki verið svarað fyrir utan: „Hæhæ, búin að koma skilaboðunum áfram, það verður bætt við dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar