fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur frá eftir að hafa ráðist á leikmann liðsins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handknattleiksdeild ÍBV og Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handknattleik, hafa komist að samkomulagi um að Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið.

Ákvörðun um þetta er tekin eftir að Sigurður réðist á Theodór Sigurbjörnsson eftir að liðið fagnaði sigri í bikarúrslitalum í Laugardalshöll um helgina. Vísir greindi frá málinu í gær, en í fréttinni kom fram að Sigurður hafi gist fangageymslur eftir árásina.

Theodór hlaut skurð fyrir ofan vinstra augað eftir árásina.

Í tilkynningu sem ÍBV birti í morgun kemur fram að ákvörðunin um að Sigurður stigi til hliðar sé tekin í ljósi framangreindra atburða.

„Það skal tekið fram að Sigurður og Theodór hafa náð sáttum enda félagar til margra ára. Við hörmum atburðinn og vonum að stuðningsmenn og velunnar ÍBV snúi bökum saman félaginu til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar