fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Síbrotamaðurinn Unnar strauk af Hrauninu: „Það lá við að það liði yfir okkur, þetta var svo gaman“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði ungur að brjótast inn og stela. Ég veit ekki af hverju ég byrjaði á því. Það var bara alls staðar hægt að fá peninga, í öllum fyrirtækjum. Það var ekkert lokað á þessum tíma, engar þjófavarnir eða neitt. Maður var bara ungur og maður vissi ekkert hvort maður var að gera rétt eða rangt. Manni fannst þetta bara hálf eðlilegt,“ segir Unnar Sigurður Hansen, fangi á Litla Hrauni en hann afplánar nú 65 mánaða dóm fyrir uppsöfnuð brot. Unnar er síbrotamaður og hefur setið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar en hann ólst upp við óreglu og byrjaði mjög ungur í afbrotum.

Rætt var við Unnar í þættinum Paradísarheimt á RÚV. Unnar kallar sig „lítinn bófa“ en hann var aðeins 18 ára þegar hann fór fyrst í fangelsi. Síðan þá hefur það verið hans aðalstarf að vera síbrotamaður, eins og hann orðar það sjálfur.

„Ég er búin að vera í neyslu í 30 ár og það hefur kostað mig mikið,“ segir Unnar á öðrum stað og viðurkennir jafnframt að hafa verið í dópneyslu innan fangelsisveggjanna. Dópneysla hefur verið honum dýrkeypt og einnig tvíburasystur hans, sem lést eftir að hana tekið inn of stóran skammt.

„Ég hugsa ekkert út í þetta. Maður myndi verða brjálaður ef maður gerði það,“ sagði Unnar aðspurður um hvernig tilhugsun það er að eiga eftir að sitja inni í nokkur ár í viðbót. Hann kveðst vissulega hugsa um það.

„Maður gerir það á hverjum degi. Það poppar alltaf upp í kollinn á manni, frelsið. Af því að maður vill vera frjáls.“

Unnar lýsir jafnframt einu af skiptunum þegar hann strauk af Hrauninu ásamt samfanga sínu, en þeir höfðu þá sagað rimlana af glugga. „Það var svo kalt að þegar við komumst upp á Selfoss þá gátum við brotið buxurnar því þær voru svo frosnar. Þaðan tókum við leigubíl í bæinn,“ segir hann en hann gaf sig fram tveimur sólarhringum síðar.

„Þetta var rosa spenna, kikkið að fara út, þetta svo ofboðslegt adrealín kikk að það lá við að það liði yfir okkur, þetta var svo gaman.“

Unnar er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem hefur komist í kast við lögin en faðir hans hefur einnig setið inni og sömuleiðis systursonur hans. Unnar ólst upp við brenglaðar aðstæður.

„Þetta var fín heimili en það var dálítlil drykkja á því. Stundum gat þetta verið ofsafengið. Stundum kveið ég fyrir helgunum. Bæði pabbi og mamma drukku. Það var svo mikið áfengi á heimilinu, bræður mínir voru í siglingum, pabbi var í siglingum. Það var alltaf nóg til.“

Unnar ólst sömuleiðis upp við það að það væri eðlilegt að refsa börnum líkamlega ef að þau höguðu sér illa.

„Ef við vorum skömmuð þegar við vorum lítil þá var alltaf notuð ketilsnúra á okkur. Ekkert mikið samt, bara verið að láta vita að við værum að gera vitleysu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar