fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Réðist á nágranna vegna gruns um kattadráp: „Því miður virðist vera hér á ferð níðingur sem einskis svífst“

Allt að 50 kettir drepnir eða horfnir á þremur árum – Lögregla með þrjú mál til rannsóknar

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að fimmtíu kettir hafa verið drepnir með eitri eða eru horfnir á Suðurlandi, á svæði sem nær frá Sandgerði til Selfoss. Viðmælendur DV telja að í Hveragerði búi einstaklingur eða einstaklingar sem stundi það að láta ketti hverfa og eitra fyrir þeim með frostlegi. Eigandi kattar sem hvarf síðasta haust hefur skoðað dularfull kattarhvörf á svæðinu. Lögreglan á Suðurlandi er nú að rannsaka þrjú kattadrápsmál, en síðast var eitrað fyrir ketti á Selfossi um jólin. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir að mál á borð við þessi séu ekki algengari þar en annars staðar. Upplýsingar frá MAST benda þó til að ekki sé allt með felldu.

Þetta er meðal þess sem kom fram í umfjöllun helgarblaðs DV um kattadrápin sem einna helst hafa verið bundin við svæði á Suðurlandi.

Yfirferð á fréttum af kattadrápsmálum á árunum 2013 til 2018 leiðir í ljós að yfir 40 kettir hafa ýmist verið drepnir með eitri eða barðir til dauða í Sandgerði, Hveragerði og Selfossi, einnig eru dæmi og sögur um að kettir hafi drepist af völdum frostlagar á Egilsstöðum, Hafnarfirði, Vesturbæ Reykjavíkur og á Ísafirði. Bergljót Davíðsdóttir, íbúi í Hveragerði til 11 ára, segir að kattadrápin hafi slæm áhrif á samfélagið í Hveragerði og nefnir sem dæmi mann sem missti kött af völdum eitrunar og réðist á nágranna sinn sem lá undir grun.

Getur verið að málið sé blásið upp?

„Nei, ég held ekki, því miður virðist vera hér á ferð níðingur sem einskis svífst. Kattarhvörfin og drápin á þeim hafa valdið fólki áhyggjum og ég lít á þetta sem samfélagslegt vandamál, sem ber að taka á af hálfu bæjaryfirvalda því þetta setur ljótan blett á þennan annars ágæta bæ. Ég hef rætt það við bæjarstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur, en hún er ekki sömu skoðunar. Mér finnst það alvarlegt mál, þegar fólk er farið að nefna nöfn á mönnum sem hugsanlegum kattaníðingum, án þess að geta nokkuð sannað. Það er líka alvarlegt mál ef saklaust fólk er nefnt í þessu sambandi og við það festist níðingsorð. Dæmi eru um að þeir sem misst hafa ketti sína hafa orðið svo reiðir að þeir hafi viljað lúskra á ákveðnum mönnum og heimsótt þá. Þess vegna er svo mikilvægt að taka á þessu máli af alvöru og uppræta það,“ segir Bergljót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar