fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Gylfi skellir í lás í Símabæ: „Mér þykja þetta óendanlega döpur málalok“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reksturinn minn hefur alla tíð snúist um meira fyrir peninginn og það er að ákveðnu leyti að koma í bakið á mér nú,“ segir Gylfi Gylfason framkvæmdastjóri Símabæjar en hann segir það döpur málalok að þurfa að loka versluninni eftir 20 ár í rekstri. Símabær veitti ríkisfyrirtækinu Pósti og Síma verðskuldaða samkeppni þegar verslunin opnaði árið 1998 og var lengi vel eina verslunin sem þjónustaði elstu módelin af símum. Þá var verslunin einnig þekkt fyrir að bjóða upp á mikið úrvalf af aukahlutum fyrir GSM síma.

Gylfi tjáir sig um endalok rekstursins í pistil á facebook síðu sinni en verslunin mun loka þann 7.mars næstkomandi.

Gylfi kveðst hafa stofnað til rekstursins á sínum tíma með bjartsýni frekar en auraráð og það hefur í raun háð honum alla tíð. Verslunin var lengi vel til húsa í Ármúla en eftir að leiguhúsnæðið var selt var verslunin flutt í Kópavoginn.

„Við höfum átt okkar góðu ár en eftir uppsögn á húsnæði í Mjódd á svipuðum tíma og farsímasala var orðin illmöguleg fyrir sérverslanir þá tók við tímabil sem ég taldi félagið komast í gegnum með því að hætta starfmannahaldi og vinna meira og minna einn,“ ritar Gylfi en
salan hefur verið afar dræm í vetur og kveðst hann hafa gengið mjög langt nærri sjálfum sér við að reyna að halda rekstrinum uppi.

Gyldi hefur leitt fjölmargar markaðsnýjungar á markaði símtækja og aukahluta og hefur þar að auki rekið Ebay verslun, GSM endurvinnslu og staðið fyrir Ebay sölunámskeiðum fyrir hundruði einstaklinga. Líkt og Gylfi bendir á var Símabær fyrsta verslunin sem hóf að selja farsíma hlaðna og tilbúna og fyrst til þess að þýða GSM leiðarvísa á íslensku áður en þeir fengust frá umboðsmönnum.

„Símabær hefur alla tíð sparkað hressilega í samkeppnisaðila gagnvart verðsamkeppni og bent á linnulaust á smávöruokur í landi sem mælist eitt hið dýrasta heimi hvað eftir annað. Þannig uppskárum við miklar vinsældir um tíma fyrir að pönkast framhjá umboðsmönnnum með gríðarsterk vörumerki á borð við SanDisk, Samsung, Nokia og fleiri.“

Gylfi segir það hafa verið stefnuna að auka stórlega vöruúrvalið í versluninni eftir flutningana en nú sé ljóst að félagið hefur ekki bolmagn til þeirra verka. Kveðst hann hafa komið alls staðar að lokuðum dyrum „gagnvart eðlilegri fjármögnun á verslun sem hefur starfað stanslaust í yfir tvo áratugi.“

„Á sama tíma er ég hinsvegar þvingaður með lögum til fjármagna samkeppnisaðila í formi lífeyrissjóða sem eru að kaupa upp mestalla samkeppni og eru farnir að vinna gegn hagsmunum félagsmanna með gróðakröfu umfram samfélagslega ábyrgð sem gæti til dæmis verið sú að nota álagningarmódel sem væri á sama róli og annarsstaðar í Evrópu.

En svona bara er þetta, við stefnum í raun að ákveðnu viðskiptalegu alræði örfárra handafa lífeyrisfjár, fulltrúa vogunarsjóða og annara peningaafla sem m.a. rústuðu húsnæðismarkaðnum og eru í raun að kaupa upp landið. Auðvitað er ekki á dagskrá á íslandi að gaurar eins og ég fái aðstoð við að vagga bátnum enda sést það vel í hinni litlu nýliðun í íslenskri verslun.“

Gylfi kveðst hafa gert nokkrar tilraunir til að selja verslunina síðastliðna mánuði en án árangurs.

„Það var því niðurstaða mín að láta hér við sitja og róa á önnur mið eftir kærkomna hvíld,“ segir hann en síðasti opnunardagurinn verður 7. mars næstkomandi. Fram að því hyggst Gylfi blása til rýmingarsölu og bjóða upp á ríflegan afslátt. Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem sýnt hafa versluninni tryggð í gegnum tíðina.

„Ég segi stundum að ég hafi fengið að spjalla við fleiri íslendinga en nokkur stjórnmálamaður en útgefnir reikningar frá 2008 eru að nálgast 130.000 til viðbótar við reddingaheimsóknir því þekktust er verslunin hugsanlega fyrir smáreddingar í kringum rafhlöðusölu til að spara fólki bilanagreiningar á verkstæði.
Mér þykja þetta óendanlega döpur málalok miðað við það sem ég hef lagt á mig til að halda þessu gangandi og en það er samt léttir að sjá fyrir endann á langvarandi kvíðaástandi og geta sagt að ég hafi lagt mig allan í verkið, verið heiðarlegur og samviskusamur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði