Fréttir

Ragnheiður horfði á átta daga dreng vera umskorinn: „Skerandi öskur barnsins og snökt móður hans er það sem ég man næst“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 22:00

Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra var afar misboðið þegar hún varð vitni að umskurði lítils drengs fyrir rúmlega tveimur áratugum. Rifjar hún athöfnina með hryllingi og segir atburðinn hafa setið í sér á eftir.

Frásögn Ragnheiðar hefur fengið sterk viðbrögð eftir að þingkonan birti færslu á Facebook fyrr í dag og af viðbrögðunum að dæma er lesturinn átakanlegur fyrir marga.

Ragnheiður segir frá því þegar henni var boðið í svokallaða „umskurðarhátíð“ (brit milah eða bris)“ þegar hún var búsett í Bandaríkjunum fyrir tveimur áratugum en vinir hennar sem voru gyðingar höfðu þá eignast lítinn dreng. Samkvæmt trúarhefðum átti að umskera drenginn í votta viðurvist á áttunda degi.

„Þetta var mikill hátíðisdagur, fjölskyldu og vinum boðið til veislu um hádegisbil þar sem veisluborð svignuðu af alls konar veitingum. Sjálf athöfnin fór fram í stofunni hjá þeim, einmitt við hliðina á matarhlaðborðinu. Ég viðurkenni að ég og vinkona mín, sem vorum einu gestirnir sem ekki voru gyðingatrúar, vorum aðeins kvíðnar. Auðvitað fyrir hönd litla drengsins en einnig höfðum við áhyggjur af því hvernig okkur gengi að halda kúlinu (og morgunmatnum) yfir þessu öllu saman. En við hugsuðum með okkur að þetta hefði verið gert svo öldum skipti og að rabbýinn hlyti að kunna til verka.“

Ragnheiður lýsir því næst hvernig athöfnin fór fram en það reyndist átakanlegt að hlusta á grát drengsins sem athöfnin snerist um.

„En svo kom rabbýinn og þá fyrst fór um okkur. Hann var háaldraður, titrandi og skjálfhentur. Hann kunni svo sannarlega til verka, leit reyndar út fyrir að hafa persónulega séð um þessar athafnir svo öldum skipti. Hann stillti sér upp við veisluborðið, dró upp risastór skæri, blessaði barnið í bak og fyrir og dembdi sér svo í verkið. Við vinkonurnar tókum andköf þegar stóru skærin nálguðust hið pínulitla líffæri drengsins…í skjálfandi höndum hins aldraða trúarleiðtoga.

Skerandi öskur barnsins og snökt móður hans (sem var ekki fædd inn í gyðingatrú en hafði nýlega tekið hana upp) er það sem ég man næst. Og svo þegar rabbýinn klárar verkið, setur blóðugt viskustykkið með blóðuga stykkinu úr drengnum, sem leit út eins og ferskur calamari, frá sér á matarborðið. Og skömmu síðar var fólki boðið að gjöra svo vel.“

Ragnheiður segir þær vinkonurnar hafa þurft að „jafna sig aðeins á þessu“ og viðurkennir að matarlystin var ekki mikil eftir að hafa orðið vitni að þessari athöfn.

„ Enda höfðum við lítinn tíma til að borða þar sem við vorum uppteknar við að sinna móðurinni, sem var algjörlega óhuggandi og sannfærð um að drengurinn litli myndi þurfa sálfræðihjálp alla ævi til þess að komast yfir þetta áfall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi