fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Iðnaðarmaður með útsýni yfir kvennaklefann í Álftaneslaug: „Það var vitað að hann myndi sjá ofan í klefann“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV barst meðfylgjandi mynd sem uggandi sundlaugargestur tók í Álftaneslaug fyrr í dag. Þó bannað sé að taka myndir í sundlaugaklefum þá taldi konan það réttlætanlegt til að sýna fram á „stærri glæp“.

Á myndinni má sjá iðnaðarmann að störfum í lyftara og gat hann hæglega horft yfir nakta kvenmannskroppa í kvennaklefanum. Þó af myndinni að dæma sé hann niðursokkinn í vinnu sína er tækifærið fyrir hendi og truflaði það konuna sem var á leið í sund.

Konan, sem vill ekki láta nafn síns getið, segist hafa látið starfsmenn vita af iðnaðarmanninum. „Ég lét fólkið í afgreiðslu vita og þeirra svör voru á þá leið: „Já, við vorum einmitt að ræða þetta og þetta er ekki í lagi en takk fyrir ábendinguna“,“ segir konan.

Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar, segir í samtali við DV að þó þetta líti illa út þá hafi starfsmaður sundlaugarinnar passað upp á að engin kona hafi farið í sturtu á meðan iðnaðarmaðurinn var að athafna sig. „Það var orðið ljóslaust í klefanum þarna og það eru fjórir metrar upp í ljósin. Við verðum að laga þetta með lyftu og meðan iðnaðarmaðurinn er upp í lyftunni þá eru starfsmenn að passa upp á að engin kona sé í sturtu hinum megin. Vissulega sér hann yfir því það er nú vandamálið í þessari sundlaug, ef einhver fer í loftið þá sér hann yfir,“ segir Kári og bætir við að það gangi ekki upp að fá iðnarmenn í að skipta um ljós að næturlagi.

„Viðkomandi sundlaugargestur gæti hafa orðið var við manninn og það er alveg rétt að það var vitað að hann myndi sjá ofan í kvennaklefann. Þess vegna var starfsmaður í kvennaklefanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“