fbpx
Fréttir

13 og 14 ára stúlkur leita að körlum til að stunda kynlíf með gegn greiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 07:43

Yfirleitt komast stúlkurnar í samband við karlana á Snapchat eða á spjallrásum. Þau ákveða að hittast. Hann sækir hana og síðan er ekið heim til hans eða á hótel, þar stunda þau kynlíf. Að því loknu fær hún jakka, síma eða peninga.

Þetta segir Britta Almfort, hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Hún stýrir aðgerðum lögreglunnar gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum.

Í dagbók lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru í hverjum mánuði færslur um 13 og 14 ára stúlkur sem eru á leið til að stunda kynlíf með fullorðnum karlmönnum gegn greiðslu eða hafa gert það.

Haft er eftir Almfort að það sem sé nýtt í þessu sé að nú séu það stúlkurnar sem leiti að körlum. Hún segir að þetta sé vaxandi vandamál og dæmi um breytt gildi. Hún sagði að stúlkurnar fari út fyrir öll mörk í þessu, þær hafi mikla þörf fyrir viðurkenningu, að fá „likes“ og gera hluti sem draga athygli að þeim.

„Þetta tengist Youtube og raunveruleikaþáttum. Þetta breytir mörkunum hvað varðar kynhegðun ungs fólks.“

Laust Westtoft, ritari samtaka um 600 sérskóla og sambýla, tók í sama streng og sagði að vændi, sem væri á gráu svæði, og svokallað „sugardating“ (sem er notað yfir það þegar ungar stúlkur fara á stefnumót með eldri körlum og fá greitt fyrir stefnumótin og að stunda kynlíf með þeim) væri vaxandi vandamál. Hann sagði að mörg mál hafi komið inn á borð samtakanna varðandi ungt fólk sem stundar áhættusamt kynlíf sem sé á mörkum þess sem sé talið eðlilegt.

„Ótrúlega mörgum stúlkum og piltum finnst í lagi að taka við gjöfum í staðinn fyrir kynlíf.“

Sagði Westtoft sem telur að raunveruleikaþættir, þar sem ungt fólk tekur þátt, eigi hér hlut að máli og breyti sýn ungmenna á hvað er rétt og rangt.

Benny Andersen, formaður samtaka félagsráðgjafa, segir færast í vöxt að ungar stúlkur, sem dvelja á opinberum stofnunum, noti internetið til að leita að körlum sem vilja kaupa kynlíf af þeim. Þessar stúlkur eigi erfiðara en flestar aðrar og hafi ekki foreldra til að ræða við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Í gær

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Í gær

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag
Fréttir
Í gær

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum