fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Cruz játaði að hafa myrt 17

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 14:00

Nikolas Cruz fyrir dómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára Nikolas Cruz hefur játað að hafa myrt 17 manns í menntaskóla í Parkland í Flórída á miðvikudaginn. Árásin er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Cruz mætti fyrir dómara í gær, ákærður fyrir að hafa myrt 17 manns með AR-15 hríðskotariffli eftir að hafa verið rekinn úr skólanum.

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingu vegna Cruz í fyrra en hann birti myndir af sér með byssur á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum mætti Cruz í Marjory Stoneman Douglas menntaskólann í Parkland á miðvikudag og skaut þrjá nemendur fyrir utan skólann og gengið svo um gangana og skotið þá sem urðu á vegi hans. Mun hann hafa verið með bakpoka með skotfærum.

Cruz losaði sig svo við byssuna og þóttist vera nemandi þegar hann flúði af vettvangi. Þaðan lá leið hans í verslun Wal Mart og á McDonalds þar sem lögregla bar kennsl á hann og handtók hann klukkustund eftir árásina.
Þrír starfsmenn skólans og fjórtán nemendur létust í árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar