fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Andrés Ingi fékk 300 þúsund endurgreiddar frá Alþingi

Auður Ösp
Föstudaginn 16. febrúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna hefur birt lista yfir þær endurgreiðslur á ferðakostnaði sem hann fékk á síðasta ári. Segir hann sjálfsagt að útgjöld þingmanna séu birt opinberlega.

Í opinni færslu á facebooksíðu sinni birtir Andrés hlekk á Excel skjal þar sem finna má umræddan lista. Meðal annars má sjá endurgreiðslu vegna gjalds sem Andrés greiddi fyrir leigubíla, bílaleigubíla, og gistingu. Allt í allt var endurgreiddur kostnaður Andrésar á árinu 2017 292.297 krónur og er sá kostnaður tilkominn vegna fimm viðburða.

Andrés Ingi segir umræðuna um starfskostnað þingmanna undanfarna daga vra af hinu góða. „Ef þingmenn eiga að sinna starfinu af þeim metnaði sem það á skilið, þá kostar það pening. Við eigum að sinna landinu öllu, hitta fólk á ólíkum stöðum, þiggja boð á ráðstefnur og halda opna fundi.“

Ásmundur fær 385 þúsund á mánuði

Líkt og fram kom í frétt DV þann 9.febrúar síðastliðinn þá hafa þrír þingmenn bílaleigubíl til umráða frá Alþingi. Alþingi útvegar bílana og greiðir af þeim allan rekstrarkostnað þar á meðal bensín eða díselolíu. Þetta kemur fram í svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn DV. Þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið jeppa frá Alþingi.

Akstur þingmanna er nú í brennidepli eftir að í ljós kom að Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokkinn hafi fengið 4,6 milljónir króna í aksturspeninga í fyrra. Þýðir það að Ásmundur hafi fengið 385 þúsund krónur í aksturspeninga á mánuði og keyrt að meðaltali 140 km á dag.

Alþingi er tregt að gefa upp hvaða þingmenn fá hæstu greiðslurnar og vildi skrifstofa þingsins ekki gefa upp hvaða þrír þingmenn það eru sem hafa bílaleigubíl til umráða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar