fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Telja brýnt að gripið verði til aðgerða gegn smálánafyrirtækjum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin telja brýnt að gripið verði til aðgerða gegn smálánafyrirtækjum þar sem þau hafi ítrekað brotið lög á undanförnum árum. Líkt og fram kom í frétt DV í gær hefur hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara farið hækkandi, sem skýrir að hluta aukinn fjölda umsækjenda hjá embættinu síðustu tvö ár. Smálánin eru sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra sem leita til embættisins og eru nú algengari en fasteignalánin.

Hlutfall smálána af heildarkröfum þeirra sem sækja um ráðgjöf eða greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara hefur vaxið umtalsvert á undanförnum árum og er nú svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána.

Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að Smálánafyrirtækin hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um neytendalán eins og fékkst meðal annars staðfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en áður höfðu bæði Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála komist að sömu niðurstöðu.

„Það lítur út fyrir að þau úrræði sem stjórnvöld hafa til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt. Starfsemin heldur að minnsta kosti óhindrað áfram. Það virðist þannig hagstæðara fyrir smálánafyrirtæki að standa í málarekstri við eftirlitsstofnanir, dómstóla og jafnvel fá á sig sektir en að fara að lögunum og lækka lánakostnaðinn svo þau standist lög.“

Ganga mjög langt í markaðsetningu

Smálánafyrirtæki fóru að hasla sér völl fljótlega eftir hrun og hafa Neytendasamtökin alla tíð haft horn í síðu þeirra. Þau bjóða neytendum lán á okurvöxtum og ganga mörg hver mjög langt í markaðssetningu sinni. Undanfarið hefur sjónum aðallega verið beint að starfsháttum fyrirtækisins E content ehf. en fyrirtækið hefur um árabil rekið smálánaþjónustu hér á landi undir merkjum Múla, Hraðpeningar, 1919, Smálán og Kredia.

Það var ekki fyrr en með lögum um neytendalán sem sett voru árið 2013 að einhverjar skorður voru settar við starfsemi smálánafyrirtækja en þá var sett þak á þann kostnað sem lánveitandi má leggja á lán.

Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að Neytendasamtökin telji að ekki verði lengur við unað og hefur verið sent erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gerð er krafa um að ráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla