Fréttir

Íslenskur prestur kallar umskurðarfrumvarpið „verulega vanhugsað og skaðlegt“

Telur að hryllingsmynd sé dregin upp af trúarathöfninni í umræddu frumvarpi – „Sjálfur Jesús var umskorinn“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 12:00

„Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna,“ segir Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson prestur í Fríkirkjunni og vísar þar í svokallað umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna sem lagt var fram á Alþingi í janúarlok. Nái frumvarpið fram að ganga mun umskurður drengja vera bannaður, nema af heilsufarsástæðum. Brot gegn löggjöfinni kemur til með að varða allt að sex ára fangelsi. Hjörtur segir frumvarpið draga upp alranga mynd af athöfninni.

Hjörtur er ekki sá eini sem mótmælt hefur frumvarpinu en líkt og fram kom í frétt DV á dögunum hefur Reinhard Marx, kardínálinn í München og einn af nánustu ráðgjöfum Frans páfa sagt að umskurðarfrumvarpið sé „hættulega aðför gegn trúfrelsinu.“

Þá hafa yfirrabbínar Danmerkur og Óslóar, bræðurnir Yair Melchior og Yoav Melchior, mótmæli frumvarpinu fyrir hönd gyðinga á Íslandi og óttist að frumvarpið setji hættulegt fordæmi fyrir önnur lönd. Einnig hefur evrópska rabbínaráðið sent frá sér ályktun þar sem fram kemur segir að umskurður á drengjum sé stór hluti af gyðingatrú og engin stjórnvöld geti hindrað að gyðingar að framkvæma þá trúarathöfn.

Mynd: Reuters

Segir umskurði ekki ætlað að meiða eða niðurlægja

„Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt,“ segir Hjörtur í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Bendir hann á að umskurður sveinbarna sé einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum og bætir við að umskurður drengja sé hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn hjá þeim sem eru kristin trúar.

Þá segir hann umrætt lagafrumvarp draga upp hryllingsmynd af þessari trúarathöfn og reynt sé að láta líta út fyrir að umskurður feli í sér grimmúðlega limlestingu og líkamsárás. Hann segir það alrangt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti,“

ritar Hjörtur og bætir við á öðrum stað að til séu læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, og er aðgerðin meðal annars talinn stuðla að auknu hreinlæti.

Á öðrum stað bendir Hjörtur á að víða sé fjallað um umskurð drengja í trúarritum. „ Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi.“

Hjörtur spyr þvínæst hver sé ástæða þess að „setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær.“

Hann leggur til að í stað þess að banna það sem telst vera mikilvæg trúarathöfn ættu Íslendingar að virða menningarlegan fjölbreytileika.

„Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Fréttir
Í gær

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Í gær

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli