fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Elísabet Ýr: „Susan átti betra skilið en þetta sjúka viðtal við Bjarna Hilmar Jónsson“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki annað en sagt að ég trúi ekki einu einasta orði sem Bjarni Hilmar segir. Þetta viðtal gerir mig nánast sjóveika, af viðbjóði og sorg. Viðbjóði vegna þess hvernig Jakob Bjarnar eyðir ekki einu einasta orði í það að leyfa Susan njóta vafans. Sorg fyrir líf Susan Mwihaki Maina. Sorg fyrir fjölskyldu hennar, sem hlýtur að þjást eftir þennan missir,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir og vísar í viðtal Jakob Bjarna við Bjarna Hilmar sem birtist á Vísi síðastliðinn föstudag.

Bjarni Hilmar Jónsson var handtekinn í júní 2016 grunaður um að hafa orðið Susan Mwihaki Maina, eiginkonu sinni, að bana. Eftir krufningu var andlát hennar úrskurðað sem sjálfsvíg. Bjarni og Susan höfðu verið gift í ár þegar hún lét lífið. Bjarni Hilmar hefur stefnt íslenska ríkinu og fer fram á miska- og skaðabætur vegna ólögmætra þvingunaraðgerða lögreglu og nema kröfur hans rúmlega fjórum milljónum króna.

Spáir í viðtalinu

Elísabet Ýr skrifar um viðtalið á vefsíðu sinni kvenfrelsi.wordpress.com. Hún segist ekki ætla að finna út hvort Bjarni Hilmar hafi myrt Susan Mwihaki. „Bjarni Hilmar Jónsson var aldrei dæmdur fyrir morð, andlát Susan Mwihaki Maina er opinberlega sjálfsvíg. Látum þær staðreyndir standa, en ég leyfi mér að spá aðeins í þessu viðtali hérna,“ skrifar Elísabet og harðlega gagnrýnir vinnubrögð Jakob Bjarna.

„Það er svo sláandi við þetta viðtal hversu klúless hann Jakob Bjarnar er, og hversu væmið og falskt öll umgjörðin er. Það er svo augljóst að Jakob Bjarnar er að reyna að púlla hinn umhyggjusama fjölmiðlamann, sem vill sýna mann sem var beittur meintu óréttlæti í ljósi píslarvottar og gæsku. Hann vill varpa hetjuljóma á hinn sorgmædda ekkil. Sýna sársauka hans. En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum,“ skrifar Elísabet. Hún nefnir lýsingu Bjarna Hilmars á Susan Mwihaki sem dæmi.

„Hann talar um hvað hún hafi nú verið „yndisleg stelpa“ þegar þau hittust, „blessunin,“ á meðan hann var í fríi í Kenýa, en svo hafi stefnt í óefni eftir að þau fluttu til Íslands, hann fimmtugur og hún rétt rúmlega tvítug […] Bjarni talar um hvernig hún einangraðist alveg að eigin frumkvæði því hún ætti svo erfitt með að treysta fólki. Jakob Bjarnar spyr engar frekari spurninga út í þetta, staðfestir þetta ekki hjá neinum […] Hann gæti skáldað hvað sem er, og Jakob Bjarnar skrifar það niður eins og staðreyndir.“

Var með 500 þúsund krónur á sér

Elísabet Ýr segir Susan vera afskrifaða sem geðsjúka og ósanngjarna í viðtalinu. Hún segir að það komi svo í ljós síðar í viðtalinu að Bjarni Hilmar og Susan hafi rifist heiftarlega kvöldið sem hún lést og hún hafi orðið fyrir bíl. Þegar lögregluna bar að garði ásakaði Susan Bjarna Hilmar um að beita sig ofbeldi.

„Hún hafði líka verið með 500 þúsund krónur á sér þegar hún lést og hafði verið byrjuð að taka fram ferðatöskur. En svo á hún að hafa framið sjálfsmorð í staðinn fyrir að flýja,“ skrifar Elísabet.

Áhorfandi frekar en aðstandandi

„Viðtalið er fléttað saman á þann hátt að það er engin leið að gera neina skýra tímalínu á neinu af því sem gerðist. Það er nánast eins og Bjarni Hilmar og Jakob Bjarnar hafi vísvitandi sett saman viðtalið þannig að það yrði aldrei hægt að tengja saman atburði eða finna út úr því hvenær hlutirnir gerðust,“ skrifar Elísabet.

„Bjarni Hilmar [hljómar] frekar eins og áhorfandi en aðstandandi og eiginmaður, hann talar um þetta allt saman eins og hann hafi verið að horfa á þetta í sjónvarpsþætti frekar en að eiginkona hans hafi verið að ganga í gegnum þetta allt. Það virðist engin tilfinning, engin reiði, engin sorg, ekkert […] Vinnubrögð lögreglunnar voru varla 5 setningar, en við eigum að trúa því að þetta snúist allt um að betrumbæta vinnubrögð réttargæslufólks.“

Hér getur þú lesið pistil Elísabetar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“