fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Stjórnarmaður Krýsuvíkursamtakanna segir af sér: DV birtir bréfið

Segir fjármuni ríkisins notaða í lögmann og PR-fyrirtæki til að hafa áhrif á fréttaflutning – Þagga niður ásakanir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 10. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen með bréfið undir höndum

Halldóra Mogensen sem er formaður velferðarnefndar alþingis segir:

Krýsuvík er meðferðarheimili sem ekki gilda nein sérstök lög um en hljóta samt fjármuni frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Það er mikilvægt að við hugum vel að aðstæðum þar sem ríkisfjármunir eru notaðir til að reka meðferðarúrræði. Ég tel mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og örugg meðferðarúrræði, og að ríkisfjármunir séu bara nýttir í að styrkja þau úrræði sem við vitum að séu örugg. Þegar við fjöllum um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda verðum við að hafa hagsmuni þeirra í fyrirrúmi. Þær avirðingar og ásakanir sem fram koma í bréfinu eru alvarlegar og ég tel full ástæða til að þær séu rannsakaðar að fullu af þar til bærum yfirvöldum.

„Ég tel mér ekki fært, sem manneskja, móðir fyrrverandi skjólstæðings Krýsuvíkursamtakanna og ábyrgur meðlimur í stjórn félagasamtaka sem hafa það að markmiði að hjálpa fólki að taka þátt í að þagga allskonar ásakanir um brot í starfi og jafnvel kynferðislega áreitni frá hendi starfsmanns og forstöðumanns.“

Þannig hefst harðort bréf sem fyrrverandi stjórnarmaður Krýsuvíkursamtakanna sendi á aðra stjórnarmenn. Stjórnarmanninum er mikið í mun að Krýsuvík verði ekki lokað en telur nauðsynlegt að gera breytingar en stjórnarmaðurinn sagði sig úr stjórn þann 18. janúar. Tekið skal fram að eftir að stjórnarmanninum var kunnugt um að DV hefði bréfið undir höndum óskaði hann eftir að innihald þess yrði ekki birt. DV álítur að innihald þess varpi ljósi á ástandið í Krýsuvík og eigi brýnt erindi við almenning.

Stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna.
Sigurlína Davíðsdóttir Stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna.

Í bréfi stjórnarmannsins segir:

„… ekki hefur verið talað við starfsmenn, enginn hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð, hvað þá axlað ábyrgð á nokkurn hátt, einn maður hefur verið sendur í sumarfrí [Þorgeir forstöðumaður, sonur framkvæmdastjóra, innsk. blm.] sem hann átti víst inni, bíl hefur að sögn verið skilað inn til framkvæmdastjóra, stjórnarformaður og starfandi framkvæmdastjóri hafa setið starfsmannafund og svo flutt stjórn boð af þeim fundi um að allir hafi fengið að tjá sig og að fundurinn hafi verið góður. Fréttir af þeim fundi annars staðar frá staðfesta ekki þá frásögn svo ekki sé meira sagt.

Þorgeir er við stjórnvölinn í Krýsuvík.
Þorgeir Ólason Þorgeir er við stjórnvölinn í Krýsuvík.

Þetta gera þær Sigurlína Davíðsdóttir stjórnarformaður og Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri þrátt fyrir að augljóst sé að þær hafi setið á ótal kvörtunum og ábendingum fjölda og nánast allra starfsmanna jafnvel um árabil, ásamt ótal kvörtunum allskonar fólks, skjólstæðinga og fleiri auðvitað. Þrátt fyrir það að Lovísa Christiansen sé móðir Þorgeirs Ólasonar sem er ásakaður um óeðlileg og ófagleg samskipti og jafnvel áreiti í garð skjólstæðings. Eins líka stórfurðulegar ákvarðanir varðandi meðferð um fjármuni ríkisins og þar er ég að tala um að kaupa „vinnubíl“ sér til handa fyrir 8,6 miljónir, og láta svo breyta bílnum nokkrum dögum seinna fyrir hundruð þúsunda, það seinna án þess að láta framkvæmdaráð vita. Það er nú nógu skrítið þetta með þessi bílakaup í gegnum tíðina hjá meðferðarheimilinu þó að forstöðumaður svona lítils vinnustaðar sé ekki að kaupa sér nýjan bíl sem kostar með breytingum á tíundu milljón og það fyrir peninga ríkisins.

Það er ekki leitað að sannleikanum heldur augljóslega verið að vinna í að hreinsa Þorgeir Ólason og fleiri af öllum ásökunum, alveg sama hvað.

Ég get ekki setið undir því að skjólstæðingur sem starfsmenn hafa bent á að sæti þrjáhyggjukenndu áreiti af hendi forstöðumanns meðferðarheimilisins, skuli vera nafngreind og kölluð drusla af mágkonu forstöðumannsins á stjórnarfundi þar sem konan hefur raunar ekkert erindi.

Ég get því síður setið undir því að Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna, skuli geta fengið það af sér að segjast sakna Björns Ragnarssonar sem ráðgjafa og líka sem bílstjóra við meðferðarheimilið þegar hann hafði verið látinn fara af meðferðarstaðnum eftir að hafa verið uppvís að því að hafa áreitt kvenkyns skjólstæðing, tekinn skömmu seinna aftur inn á vistheimilið sem bílstjóri og þá aftur brotið af sér. Enn fremur er það algerlega óverjandi að allt þetta ferli á sér stað án þess að ég og fleiri í stjórn Krýsuvíkursamtakanna fáum neitt að heyra um þetta frá stjórnarformanni á stjórnarfundum.

Lovísa er framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins og móðir Þorgeirs forstöðumanns.
Lovísa Christiansen Lovísa er framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins og móðir Þorgeirs forstöðumanns.

Ég get ekki setið undir því að umræðuefni á stjórnarfundum eftir að þessi alvarlegu mál koma upp skuli vera að það þurfi að ráða lögmann svo hægt sé að bregðast við ásökunum, og að framkvæmdastjórinn Lovísa og stjórnarformaðurinn Sigurlína séu búnar að nota fjármuni ríkisins til að ráða dýrt PR-fyrirtæki til að hafa áhrif á fréttaflutning í blöðum og annars staðar, án þess að spyrja stjórn samtakanna.

Það er ekki leitað að sannleikanum heldur augljóslega verið að vinna í að hreinsa Þorgeir Ólason og fleiri af öllum ásökunum, alveg sama hvað.

Ég get engan veginn setið undir því að við, allavega sum, í stjórn Krýsuvíkursamtakanna skulum fá þessa atburði svona framan í okkur þegar augljóst er að starfsmenn og skjólstæðingar hafa verið kvartandi um árabil við sína yfirmenn og þess vegna kalla ég þetta þöggun.

Að manneskja sem kemur fram með kvartanir um áreiti skuli vera drusluskömmuð og það oft í samtölum við starfsmenn og á fundum eins og ég minntist á, það er eitt og sér nóg, en það er svo margt fleira sem ég hirði ekki um að tíunda frekar hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“